Víðförli - 01.12.1952, Side 54

Víðförli - 01.12.1952, Side 54
116 VÍÐFÖRLI þess varð ekkert til, sem til orðið. I því var líf og lífið var ljós mannanna. Og ljósið skín í myrkrinu og myrkrið hefur ekki tek- ið á móti því ... Og orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður. Og undir lokin, þegar hann hefur skráð vitnisburð sinn, guð- spjallið, segir hann: Þetta er ritað til þess að þér skulið trúa, að Jesús sé Kristur, Guðssonurinn, og til þess að þér, með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni. Þannig leggur hann út af orðum engilsins við Maríu: Það, sem þú fæðir, mun verða kallað heilagt, sonur Guðs. Og þetta játar öll kristni alla tíð. Jesús er „Guð af Guði, ljós af ljósi, sannur Guð af Guði sönnum“, — eins og segir í fornhelgri játn- ingu trúarinnar, -— sem gjörðist maður, fæddist á jörð af konu í fyllingu tímans, til þess að vér mættum fæðast af anda hans inn í himininn. Og hann var krossfestur. Hinn heilagi var með illræðismönn- um talinn. Hvernig mátti það verða? Guðs heilagi húðflettur af böðlum, smánaður af skríl, hrakyrtur af höfðingjum, dæmdur af helgivaldi og heiðnum lögum, hengdur upp á bölvunarinnar tré? Slík er vor synd, slík er vor smán. Svo fjarlægir erum vér Guði. Svo djúpt varð „kraftur hins hæsta“ að kafa, til þess að geta bjargað oss. Því hann píndist oss til lækningar, dó oss til lífs. Svo mikla hluti gerði hinn voldugi við oss, vegna þess að hann elskar oss. Þetta varð að gerast, til þess að vér, svona á oss komnir, mættum frelsast. Hann leið þá vansælu af völdum vor manna, sem engin jarðnesk tunga getur tjáð til fulls, til þess að englar Guðs gætu sagt oss sæla. Það kostar mikla fórnfýsi, mikið erfiði, mikla kvöl að bjarga þeim, sem djúpt eru sokknir. Guð taldi ekki eftir sér að taka á sig allt, sem þáð kostaði að bjarga oss. Hann kom í Kristi, hann sigraði í Kristi. Sá sigur er vor, ef vér viljum tilheyra Kristi. Og hver, sem það þiggur, veit, að hinn voldugi hefur gjört meiri hluti við hann en þótt hann fremji almættisundur í efni jarðar

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.