Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 57
MARÍA GUÐSMÓÐIR
119
Ljósið varð ekki af myrkrinu tendrað, dauðinn gat ekki fætt
af sér lífið, mannkynið gat ekki af sínum líkama fætt sína eigin
lífgjöf, af visnuðum stofni mannkyns gat ekki vaxið hið græna
tréð, sem átti að veita því frjóvgun til eilífs lífs.
Það er þetta, sem oss.er boðað í hinni fornhelgu játningu og
kenningu um meyjarfæðingu. Jesús er hin algera nýjung í keðju
kynslóðanna, hinn nýi maður, hinn guðlegi maður, frumburður
nýs mannkyns. Hið mannlega getur ekki fætt af sér það, sem er
guðdómlegt, en hið guðdómlega getur yfirskyggt hið mannlega.
Ekkert, sem af mannlegu eðli er fætt, er heilagt. Hann, sem var
heilagur, sem einn var heilagur á meðal vor, hann var af Guði
fæddnr frá eilífð og til jarðar kominn og maður orðinn af krafti
hins hæsta. Og sjálfur sagði hann: Enginn gjörþekkir soninn
nema Faðirinn.
Hann er leyndardómur Guðs, sá, sem allir aðrir leyndardóm-
ar blikna fyrir og eiga lausn sína í. Lika koma hans er leynd-
ardómur, fæðing hans af jarðneskri móður er leyndardómur, sem
vér getum ekki á neinn veg kannað, aðeins lotið í tilbeiðslu.
Oss er tjáður þessi leyndardómur að því er snertir tilkomu
hans til vor í háleitum, barnslegum myndum. Því er öllu óbeint
lýst, ekki beint. Vér heyrum um sköpun hans í móðurlífi af
engilsvörum, sem boða það, sem verða á. Og þegar hann er fædd-
ur eru það englar, sem flytja skilaboðin. Þannig gefur hin heiL
aga saga vísbendingu um þann leyndardóm, s?m mannlegar var-
ir geta ekki túlkað, aðeins englarnir kunngjört á táknmáli. Og
þannig geymdi María hið ósegjanlega í hjarta sínu og gaf það
engum til vitundar fyrr en sonur hennar var fæddur að nýju af
skauti grafarinnar og dýrð hans orðin opinber þeim, sem trúðu.
Og kirkja Krists setur það ekki heldur á oddinn í boðun sinni,
rneð hvaða hætti hann varð til í móðurlífi. Trúin á undursamlegá
atburði í sambandi við það er ekki það þrönga hlið og injói
vegur, sem mönnum sé gert að ganga, til þess að komast inn í
musteri Krists játenda. Það vakir yfirleitt ekki fyrir kirkjunni
að kveðja hugsun mannsins og heilbrigða skynsemi til krossburð-