Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 60
ÁRNI SIGURÐSSON, stud.theol.:
Köllun Skálholts
Skálholt er köllun, eins og prófessor Sigurbjörn Einarsson,
orðaði það á aðalfundi Prestafélags Islands í fyrra vor. Köllun^
sem ekki nær eingöngu til nokkurra áhugamanna um endurreisn
hins fornhelga staðar, heldur til allra landsmanna.
Allt frá því, að staðurinn hrundi til grunna laust fyrir alda-
mótin 1800, hafa heyrzt raddir öðru hvoru um að hefja beri
Skálholt til vegs og virðingar að nýju. En menn hafa eigi bund-
izt samtökum fyrr en Skálholtsfélagið var stofnað fyrir þrem ár-
um.
Ollum er kunnugt um erindi Skálholtsfélagsins til þjóðarinnar.
Skálholt, einn helgasti staður hennar, vegna sögu sinnar, hlaut
þau örlög, sem við nútímamenn getum eigi lengur unað við, án
þess að hefjast handa. Nær níu alda gamall biskupsstóll, sem var
höfuð vígi kristninnar í landinu um aldaraðir og mið'-töð menn-
ingarinnar sunnanlands, hefur legið í rústum hátt á aðra öld.
Síðan stóll og skóli voru lögö niÖur, hefur hula hvílt yfir staðn-
um, en fornhelgi hans hefur lifað í hugskoti þjóðarinnar. Nátt-
úruöflin og eymd þjóðarinnar, er léku hana svo grátt á 9. tugi
18. aldar, urðu megin orsök þess, að þjóðin var svipt þessum
hyrningarsteini kristinnar kirkju. Fátækt landsmanna og skiln-
ingsleysi konungsvaldsins á högum íslands áttu hér einnig hlut
að máli. Síðan hafa örlög þessa helga staðar orkaö djúpt á huga
hvers hugsandi íslendings, sem litið hefur staöinn eigin augum *
og ann kristni og sögu þjóðarinnar. Við höfum farið í felur með
Skálholt, er erlénda gesti bar að garði, en allir vita hve saga stað-