Víðförli - 01.12.1952, Side 62

Víðförli - 01.12.1952, Side 62
124 VÍÐFÖRLI dag. En við urðum einnig áhorfendur að hinum lofsverða áhuga og vinsemd, er Skálholt á meðal nágranna sinna. Yið heyrðum óskir þeirra varðandi Skálholt og vorum vottar að því, er einn af hændum nágrennisins færði Skálholtskirkju eignarjörð sína að gjöf. Alls þessa urðum við ásjáandi austur þar, og var það einn- ig til þess að vekja okkur til gleggri meðvitundar um málefni kirkjunnar yfirleitt. Réttilega hefur verið bent á í sambandi við hið nýja Skálholt, að söguhelgi staðarins geti valdið straumhvörf- um í kirkjulegu starfi og oröið til viðreisnar kirkjulífinu í land- inu á ýmsan hátt. I því sambandi hafa ýmcar uppástungur komið fram. Bent hefur verið á seminarium (starfskóla) fyrir guðfræði- kandídata og Vídalínsklaustur, en að sjálfsögðu bíður það síns tíma. Einnig er miðað í ákveðna átt um fyrirhugaða dómkirkju og verður hún fyrsta framkvæmdin. Það, sem vakir fyrir öllum þeim er unna kristni og menningu þjóðarinnar, er að hið nýja Skálholt verði aftur sá hyrningarsteinn í kristnu lífi sunnanlands, sem það áður var, á sama hátt og Norðlendingar eru einhuga um að Hólar verði í framtíðinni fyr- ir Norðurland. Þessar hugleiðingar og fleira vakti stjórn „Félags gufræðinema“ til umhugsunar um erindi Skálholts til okkar stúdenta. Hvað við gætum af eigin rammleik lagt af mörkum við endurreisn staðarins. Fundur, er haldinn var 28. nóv. 1951 í „Félagi guðfræðinema,“ samþykkti einróma, að félagar ynnu sjálfboðavinnu, eftir beztu getu, er starfið yrði hafið í Skálholti. Skoraði stjórn félagsins á guðfræðistúdenta að liggja ekki á liði sínu og sýna vilja sinn í verki. Verður það eigi skoðað sem mála- leitun, heldur skylda okkar við heilaga kirkju. Það er bæn okkar allra að Skálholt megi að nýju verða vígi kristninnar í landinu, eins og áður var.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.