Víðförli - 01.12.1952, Page 70

Víðförli - 01.12.1952, Page 70
132 VÍÐFÖRLI þess kærleiks, sem GuS krefst — að hugsa ekki um sjálfan sig, heldur náungann. Samverjinn hefur boðorð kærleikans, eða rétt- ara sagt: verk kærleikans, letrað í hjarta sér, eins og jafnvel heið- ingjarnir, sem þekkja lögmálið enn miður en Samverjinn, geta haft það, samkvæmt orðum Páls (Róm. 2, 14—15). Og þess vegna mætir Samverjinn Guði sjálfum í hinum banvæna manni — hann er fulltrúinn, sem Guð vill taka hjá eitthvað af þeim persónulega kærleika, sem allir þrír vegfarendurnir skulda honum. Sá, sem fer fram hjá þessum fulltrúa, fer um leið fram hjá Guði. Fyrsta skilyrðið til þess að átta sig) á skilningi Biblíunnar á lög- máli og evangelium er að gera sér ljósan muninn á þessum tveim skoðunum á lögmálinu. Önnur skoðunin telur boðorðin reglur. Hin lifandi persóna hverfur á bak við þessar reglur, bæði Guð og maður, og með þeim hverfur einnig sá kærleikur, sem ekki les neina reglu út úr boðorðinu, heldur skipun um að fara og gjöra, leita náungans og finna hann og það, sem hann þarf. Þessi dæmi- saga Jesú — og öll barátta hans raunar við skoðun Fariseanna á lögmálinu — leiðir í ljós, að það er sjálfselskan, sem breytir boð- orðunum í reglur um sjálfshjálp, í stað þess að þau kalla á kær- leikann öðrum til hjálpar. Þannig skilin koma boðorðin í veg fyr- ir, að sá, sem heyrir þau, geti hugsað um sjálfan sig og ábata sinn af því að halda þau, vegna þess að þau rúma aðeins umhugsunina um náungann og þarfir hans. Hinn sjálfselski maður hefur hins vegar ekki rými í huga sér nema handa sjálfum sér. Því spyr hann: Hver er þá náungi minn? Af því að hann veit ekki af nein- um nema sjálfum sér, verður boðorðið regla, sem honum er gefin til þess að hann geti sneitt hjá saurgun og náð fullkomnun handa sjálfum sér, en Guð og náunginn hverfa og gildir einu um báða þá. Þessar tvær skoðanir á lögmálinu geta ekki rímað saman. Þær rákust harkalega á í viðskiptum Jesú og Fariseanna og má lesa um það nálega á hverri blaðsíðu guðspjallanna. En þessum skoðunum hefur oftar lostið saman. Lögmálsskiln- ingur sjálfselskunnar kemur sífellt fram í ýmsum myndum. Alltaf

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.