Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 20

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 20
1 .Þetta byrjar allt á bakkaplöntunum smáu! Hér er ársgömul ösp á austurleið, kvæmið er Salka frá Gróðrarstöðinni Mörk. Þegar tveir eru í bíl er hægðarleikur að taka með sér 700 plöntur úr bænum. Það er hæfilegur skammtur í helgargróður- setningu og svo er að sjáifsögðu sáldrað blákomi kringum plönturnar á eftir. Talið er að íslendingar hafi ekki farið að stunda ræktun að ráði fyrr en á 19. öld. Þá hefst matjurtarækt í smáum stíl fyrir atbeina framsýnna forgöngu- manna. í þá daga var yfirleitt hlaðin stétt framan við torfbæi forfeðra okkar, væntanlega köll- uð hlað í daglegu tali fyrr á öld- um. Fram af þessari stétt vörp- uðu menn ösku og alls kyns sorpi sem til féli á bænum og var svæðið því kallað hlaðvarpi. Hann færðist smám saman fjær bæjardyrum þegar leið á aldir og öskuhaugar mynduðust og orðið hlað táknaði þá breiðara svæði. f hlaðvarpanum spratt betur en annars staðar. Þegar hugsjónamenn í mat- jurtarcekt svipuðust um eftir hentugu garðstæði á 19. öld blasti hlaðvarpinn við sjónum - hvergi var gróður sællegri en þar! Fjöldi mynda sannar að þar gerðu margir íslendingar fyrstu garða sfna og stunduðu afskap- lega lífræna ræktun. Uppskeran var kærkomin viðbót við vetrar- forða langsoltinnar þjóðar en ýmsum þótti jurtagróður þó heldur ómerkileg fæða fyrst í stað. Fóðurrækt fyrir gripi þróast á 20. öld og tekur stórstígum framför- um öldina á enda. Á þessu rækt- unarsviði skynjuðu menn sömu lögmál og í matjurtarækt: Það þurfti að nýta 110-115 daga vaxt- artíma eins og kostur var og hjálpa gróðri af stað eftir megni til þess að uppskera yrði sem best. Þegar kom fram á 20. öld fóru menn að reyna ræktun á blásnum melum og söndum og sáu að það gat skilað góðum ár- angri - en krafðist reyndar ríflegr- ar áburðargjafar á hverju ári. Þetta ber að hafa í huga með til- liti til þess sem rakið verður síð- ar, en miklu munar á ræktun með árlegri áburðargjöf og sjálfbærri ræktun við erfiðustu aðstæður. Skógrækt lét lítið yfir sér á frum- býlingsárum matjurtaræktar og fóðurræktar. Tegundaval var lítið - fyrst og fremst hinn innlendi gróður - og þekking af skornum skammti. Hugsjónamenn og eld- hugar blésu í glæðurnar og minntu á að ísland hefði verið viði vaxið milli fjalls og fjöru í ár- daga. Það olli sérstökum vand- ræðum að við bjuggum í rollurfk- inu - sauðkindin var manninum rétthærri og fór ferða sinna þar sem henni sýndist, stýfði þá vaxt- arsprota sem hún náði til. Skógrækt á íslandi spratt frem- ur upp af hugsjón en ábatavon, gagnstætt hinum ræktunargrein- unum tveimur. Af þeirri ástæðu var minna hirt um að fullnýta rammann sem fsienskar aðstæð- ur buðu þessari nýju grein - vaxt- artíma og jarðveg - og forðast að hugsa um vaxtarkröfur og vænt- ingar. Þess vegna fór gróður oft seint f gang og hímdi f kyrrstöðu fyrstu árin og smám saman þró- aðist hinn þjóðlegi íslenski skóg- ræktarbarlómur: Pað gerist nú ekki mikið fyrstu fimm árin! Afþessum sökum myndaðist aldrei spenna ískógrækt - þessi brennandi ákafi sem krefst þess að hvert sumar skili viðunandi árangri. Spennuleysið hefur staðið skógrækt á íslandi fyrir þrifum alla tíð - það hefur nefnilega tómlæti íför með sér. Ég fór að hugsa um skógrækt á rýru landi austur í Landbroti á 8. áratug síðustu aldar og þá varð það fyrsta verkefni mitt að afla tiltækra upplýsinga um hugsan- legar trjátegundir, þarfir þeirra og kröfur. Niðurstaðan lofaði ekki góðu. Allar tegundir virtust þurfa betri jarðveg en fannst í Sól- heimalandi og ekki nóg með það, þær virtust helst þurfa aðgang að grunnvatni, en það var óvfða til- tækt þar sem Sólheimajörð er að mestu á 20-30 metra þykku gjall- hrauni sem lekur hverjum dropa er úr lofti kemur en er að öðru leyti þurrar hálfgrónar sandfiesjur ásamt sendinni mýri. Það virtist borin von að hugsa um skógrækt við slíkar aðstæður. Það var ekki nauðsyn sem ýtti mér út í skógrækt heldur óviðráð- anieg löngun, og þessi ákafa leit að svörun - helst jákvæðri. Ég minnist þess enn þegar ég stóð frammi fyrir hinni brennandi spurningu um tegundaval f þetta land - og ég vissi að ég gæti í fyrsta lagi búist við trúverðugu svari eftir fimmtán ár! Fimmtán 18 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.