Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 21

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 21
3. Lúpína nemur land - grænn blettur á grábrúnni auðninni. Mjór er mikils vísir 2.Það er alveg sama hvað við leggj um okkur fram - trjáplönturnar okkar skila aldrei besta sumarvexti ef við notum ekki tilbúinn áburð fyrstu árin. Hann er sannkölluð árangurs- trygging. Lesendurgeta keypt árang- urstryggingu af ýmsu tagi, en ég mæli með blákorni vegna góðrar reynslu af því. Viðleitni mín væri unnin fyrir gýg ef ég keypti ekki árangurstryggingu - blákorn. Kostn- aður er afar hóflegur og árangur ótrúlegur miðað við aðstæður. sem mest mæðir á móti austan- átt og opnu hafi - ég veit að þessar tegundir munu vaxa upp teinréttar og föngulegar hvað sem vindálagi líður- en vöxtur verður að sjálfsögðu nokkru hæg- ari en f góðu skjóli. Einn vandinn í upphafi var að átta sig á vind- þoli trjágróðurs og þá kom í Ijós að sumar vel metnar trjátegundir mynda aldrei annað en kollóttan kjarrskóg þar sem vindar blása að ráði. Dugur trjágróðurs til að bjarga sér á afar rýru landi skipti ekki minna máli og þar kom nið- urstaða verulega á óvart. íslensku tegundirnar birki, reyniviður og gulvíðir þrifust ekki við tiltækar aðstæður svo viðunandi þætti en tilteknar erlendar trjátegundir stóðu sig framar björtustu von- um þótt sérfræðingar fullyrtu jafnan að þær þyrftu frjóa jörð til að þrífast vel. Eitt af því sem skipti sköpum í skógræktinni var að sigrast á þjóðarósiðnum - hinni þéttu gróð- ursetningu - þessari löngun sem blundaði í sjálfum mér á vinda- sömum stöðum. Til skamms tíma þurfti ég að bíta svolítið á jaxlinn þegar ég stakk litlum greniplönt- um niður með þriggja metra ár voru lágmarkstími til að giska á hvað þrifist til frambúðar við þessar aðstæður! Það var dæma- laust að hugsa til allra þeirra mistaka sem ég hlyti að gera á þeim tíma. Ekki dugði að fárast yfir þessu og best að nota tímann til að reyna sem flest. Tíminn nýttist reyndar býsna vel. Verkið gekk illa framan af og ég sagði í bæði gamni og alvöru við Guðrúnu konu mína að þess- ar tilraunir yrðu að takast, ann- ars gæti ég ekki Iátið sjá mig fyrir austan Sand! Undir niðri hafði ég ekki áhyggjur af þessu; áhugi minn var svo mikill að hann hlaut að skila árangri að lokum. Það sem máli skipti var að átta sig á hverjum þætti vandans og leita svara við honum. Mér gekk margt í hag þrátt fyrir allt. Til dæmis kom aldrei fyrir að smáplanta ýttist upp úr jörð yfir veturinn vegna frostlyftingar eins í augum uppi. Ég kveinkaði mér gagnvart vindbarningi og veðraham þegar ég stakk smáplöntum niður á berangri. Slæmt að eiga ekki smákjarr til að skýla þessum ves- alingum! Það tók mig allmörg ár að sannreyna að trjágróður getur vaxið upp með sóma á alversta berangri ef borið er á hann fyrstu árin og barrplöntum skýlt og nú er ég svo forhertur að ég sting alaskaösp og sitkagreni niður þar og algengt hefur verið í skógrækt á íslandi. Reynsla mín af búskap norður í Skagafirði varð mér drjúg til árangurs því að gildi áburðar fyrir ungan gróður lá mér SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.