Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 29

Skógræktarritið - 15.10.2003, Side 29
unarefni er í þessum lífrænu leif- um og skilar það sér smám sam- an til annars gróðurs á svæðinu. Lúpfnustönglar fúna með tíð og tfma og mynda jarðvegsþekju ofan á hinum alsnauða grunni. Þar verða áfangaskil í þróun land- gæða því að hinn nýmyndaði jarðvegur fer að halda í sér raka þegar regn fellur úr lofti og breyt- ir þá mjög til hins betra um líðan og framvindu gróðurs. Verður lúpínan langlff á þessu landi? Ég vona það! Hún dafnar ótrúlega vel við þessar aðstæður og vex miklu betur en í hinni þurru fokmold. Sjálfsagt á sumar- hitinn í mölinni stóran þátt í því. Jarðvegsmyndun ætti því að verða býsna hröð, ekki sfst af því að Sólheimar eru á hinu virka gosbelti landsins þar sem laus jarðefni fara oft á flug þegar hvessir og áfok er býsna drjúgt. Það má því ætla að nokkur jarð- vegur verði kominn á svæðið eftir tuttugu til þrjátíu ár og hagur úti- vistarskógarins tryggður þótt til- tækt köfnunarefni minnki smám saman þegar lúpínan hopar og hverfur að lokum. Lúpínuskógrækt sameinar tvo gilda þætti - landgræSslu og skógrækt - sem miða að því að gera ísland betra og byggilegra land fyrir komandi kynslóðir. Fram að þessu hefur þótt eðlilegt að uppgræðsla örfoka lands væri í senn tímafrek og dýr og skilaði landi með lágmarksgróðurþekju sem endist misjafnlega eftir að áburðargjöf lýkur. Hér er megin- munurinn sá að útivistarskógur 17.Salka var næsta asparkvæmi sem notað var við lúpínuskógrækt. Þetta ergamalt uppblásturssvæði með sandflákum og stökum jarðvegstorfum. Lúpínu var sáð hér fyrir átta árum. Hún skilaði sér illa og átti erfitt uppdráttar af því að sandurinn er svo þurr. Loks var Sölku stungið niður í þetta svæði fyrir fjórum árum. Nú erlúpínan búin að loka landinu og gróskan er feikileg. Öspin þrífst forkunnarvel við þessar að- stæður og vex betur en nokkrar líkur bentu til í svo þurru og snauðu landi. Skóflan á miðri mynd er hæðarviðmið. vex upp meðan jarðvegshula og gróðurþekja myndast og er land- ið þvf orðið gróskulegt í besta lagi og vænlegur vettvangur fyrir fólk og fugl eftir tuttugu ár til þrjátíu ár. Lúpínan hörfar og skilar ekki lengur lffmassa sínum til svæðis- ins til að halda landsgæðum við en asparskógur er vaxinn upp og bætir landið með lauffalli sínu, að ógleymdum öðrum gróðri sem sprottið hefur úr nýjum jarðvegi. Má því ætla að jafnvægi sé komið á og sjálfbær þróun haldi áfram. Ef til vill spyr einhver þegar hér er komið: Hvernig á svo að nýta þetta land þegar asparskógur er vaxinn upp? Þjónar einhverjum tilgangi að að græða upp sanda og auðnir og hleypa þar upp skógi ef landið er ekki nytjað síð- an til beitar eða skógarhöggs? Því er til að svara að starfandi kyn- slóð hverju sinni ráðstafar lands- nytjum að geðþótta sínum. Okkur varðar ekki um nýtingarviðhorf manna um næstu aldamót! Ef við getum hresst upp á ásýnd landsins og gert það að vænlegra umhverfi ber að fagna því, þeir sem síðar koma nýta landið eins og þeim hentar. Við sem nú lifum erum flest berang- ursfólk í eðli okkar, alin upp f rolluríkinu og teljum búfjárbeit hina sjálfsögðu nýtingu úthag- ans. Ég hef oft hugsað til þess hve fátæk við erum í anda að ganga með slfka nýtingaráráttu. Frændur okkar á Norðurlöndum telja það sjálfsagðan hlut að drjúgur hluti af landi þeirra sé skógi vaxinn. Mig grunar satt að segja að íslensk þjóð muni verða svipaðs sinnis þegar tímar líða, hún muni ekki telja búfjárbeit hina einu sjálfsögðu landnýtingu sunnan- og vestanlands á 22. öld. Tfminn mun leiða það í ljós. Þessi auðnarræktun er senni- lega það tómstundagaman sem veitir mér einna mesta ánægju nú um stundir. Hún er gersam- lega fráleit, alveg út f hött, og skilar ótrúlegum árangri. Hún er afskaplega ódýr af því að árang- urstryggingin - það sem knýr hana fram - er ekki tilbúinn áburður heldur fáein kíló af fræi sem sáð er í eitt skipti fyrir öll og im SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.