Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 60

Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 60
8. mynd. Skógræktargirðing við Fiská í Krappa við Árgilsstaði. Séð niður með ánni að Velli og tii Hvolsfjalls (2. nóvember 2003). 1994, Sigurður H. Magnússon 1997). Ekki er laust við að menn hafi greint nokkuð á um leiðir. Innfluttar plöntutegundir eru sumum mikill þyrnir í augum á meðan aðrir sjá ekkert athugavert við að nota þær sem víðast til landgræðslu og skógræktar. Menn verða seint á einu máli f þessu efni en mikið hefur verið um það fjallað á undanförnum árum. Hvað sem því líður þá eru sennilega flestir þeir sem áhuga hafa á landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd sammála um að stuðla beri að verndun og aukinni útbreiðslu birkiskóga í landinu. Birkiskógar og kjarr er eftirsótt til útivistar og mikil ásókn hefur verið í sumarbústaðalönd í birki- vöxnu landi. Mikið land hefur far- ið undir slíkar byggðir á undan- förnum áratugum, einkum á Suð- urlandi og Vesturlandi. Því má segja að áfram hafi gengið á birki- skóga þótt hvorki séu þeir höggn- ir né beittir eins og áður var. Þeg- ar kemur að verndun birkiskóga er eðlilegt að menn líti einkum til stærri skógarsvæða þar sem líf- vænleg skógarvistkerfi með ein- kennandi gróðri og dýralífi er enn að finna. Slíkar heildir hafa ótví- rætt mikið gildi. Birkileifar á borð við þær sem er að finna við Fiská hafa einnig mikla þýðingu og ætti að líta meira til slíkra staða við skógrækt og landgræðslu. Þeir hafa mikið upplýsinga- og fræðslugildi vegna þess að þar er yfirleitt að finna einu augljósu merkin um að land hafi fyrrum verið skógi vaxið. Þeir gefa því vísbendingu um þá gffurlegu breytingu sem varð á gróðurfari landsins við eyðingu skóganna og geta opnað augu manna fyrir þvf hvert stefna beri við endurheimt fyrra vistkerfis. Þar má enn finna gamla stofna, eða arfgerðir, af birki sem eru vel aðlagaðir stað- bundnu veðurfari og ættu því að vera vel fallnir til nota í skógrækt og landgræðslu. Ennfremur getur þar verið að finna einangraða stofna af öðrum plöntutegundum og dýrum sem voru hluti af skóg- arvistkerfi fyrri tfma. Þessir stofn- ar eru mikilvægir þegar kemur að endurheimt skóganna og kunna að þarfnast sérstakrar verndar. Það væri verðugt rannsóknaverkefni, t.d. fyrir framhaldsnema í lff- fræði eða skógfræði, að kortleggja skógarleifar þar sem lítið er um birkiskóg og rannsaka birkið, annan gróður og dýralíf. Jafnframt að leggja á ráðin um hvern- ig vernda megi slíka staði og stuðla að auk- inni útbreiðslu birkis og fylgitegunda út frá þeim. Slfk rannsókn gæti orðið góð viðbót við aðrar rannsóknir á vistfræði birkis og birkiskóga hér á landi sem fram hafa farið á undanförnum árum (Sigurður H. Magn- ússon og Borgþór Magn- ússon 1990, 2001, Ása L. Aradótt- ir 1991, Ása L. Aradóttir, Ingvi Þorsteinsson og Snorri Sigurðs- son 2001, Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds 2001, Ásrún El- marsdóttir o.fl. 2003). Auknum fjármunum frá ríkinu hefur á sfðustu árum verið varið til að styðja við bakið á landeig- endum til að fara út í skógrækt og landgræðslu á jörðum sínum. Verndun birkileifa og endurheimt birkiskóga er verðugt viðfangsefni sem ætti að rýmast innan þeirra áætlana og verkefna sem f gangi eru og njóta stuðnings frá hinu opinbera. Þakkarorð Sigurður H. Magnússon las yfir handrit og færði margt til betri vegar, Karólfna R. Guðjónsdóttir teiknaði kort. Starfsmenn Skóg- ræktar ríkisins veittu aðgang að gögnum um útbreiðslu skóga í Rangárvallasýslu. Jónína Haf- steinsdóttir á Örnefnastofnun gaf upplýsingar um örnefnaskrár frá Reynifelli og Vatnsdal. 58 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.