Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 84
Sögubrot
Saga Finnlands er saga þjóðar
sem lengst af var undirokuð af
stórveldum í Evrópu og átökum
þeirra á milli. Par koma næstu
nágrannar þeirra, Svíar og Rúss-
ar, einkum við sögu.
Þegar keisaranum var steypt af
stóli í Rússlandi í byltingu bolsé-
vika, ákváðu Finnar að nú væri
þeirra tækifæri komið. Þeir Iýstu
yfir sjálfstæði Finnlands, þann 6.
desember 1917. En Adam var
ekki Iengi í Paradís. Finnska þjóð-
in fór ekki varhluta af þeim
tröllslegu átökum sem fylgdu
rússnesku þyltingunni.
í Finnlandi þraust út borgara-
stríð milli svonefndra hvftliða,
sem studdir voru af borgaraleg-
um öflum í þéttbýlinu og rauð-
liða úr röðum verkamanna og
bænda. Baráttan var hatrömm og
skildi eftir sig djúp sár. Talið er
að 6.500 hafi fallið í beinum
strfðsátökum og allt að 10.000
manns til viðbótar af völdum
strfðsaðgerðanna.
Rauðliðum gekk betur í upp-
hafi og nutu stuðnings rúss-
neskra hersveita. Hvítliðar sóttu í
sig veðrið, þegar leið á vorið,
með Gustaf Mannerheim herfor-
ingja f fararbroddi. Átökunum
laukþann 16. maí þegar hvítliðar
náðu Helsingfors á sitt vald. f
kjölfarið voru um 12.000 rauðlið-
ar handteknir og sátu margir
þeirra lengi í fangelsum. 125
rauðliðar voru dæmdir til dauða
og líflátnir. Þessir hörmungatím-
ar hafa alla tfð síðan hvílt sem
dimmur skuggi á finnsku þjóð-
inni.
Fra heimsókn hópsins til sögunarmyllu „Finnforest Kerto" um 60
kílómetra vestan við Helsinki. Síðar um daginn var skoðuð risa-
stóra pappírsverksmiðjan „Kirkiemi" þar sem notuð var biæösp
sem hráefni og afraksturinn var að þeirra sögn hágæða pappír sem
notaður er í helstu gianstímarit Evrópu.
í síðari heimsstyrjöldinni náðu
Rússar syðstu héruðum Finn-
lands og innlimuðu Kirjálaeiðið.
Hundruð þúsunda Finna flúðu frá
þessum svæðum. Þeir sem eftir
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003