Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 5
skrift sinni undir þetta ábyrgðar-
skjal tekur hver félagsmaður á sig
„solidariska“ ábyrgð á öllum fjár-
málum og þegnskyldum félagsins út
á við og inn á við meðan hann er í
félaginu, og þar til þeim greiðslum
er lokið, sem félagið tók á sig, á
meðan hann var í því.“ Þetta ákvæði
var aftur á móti sérstaklega þýðing-
félögunum lánstraust. Lánstraustið
var talið nauðsynlegt til að skapa
armikið, þar sem staðgreiðsla kom
lítt til greina hjá sveitakaupfélög-
unum, sem gera urðu upp reikn-
inga við félagsmenn einu sinni á ári
í sambandi við afurðasöluna. Árið
1917 var samábyrgðin tekin upp
sem almenn regla innan Sambands-
ins og kaupfélaga, er í því voru, og
átti þetta rót sína að rekja til fyrstu
lántöku Sambandsins hjá dönskum
banka. Þegar samvinnulögin eru
sett 1921, er samábyrgðarákvæðið
einnig tekið inn í þau lög án tak-
mörkunar. Skyldi ábvrgðin gilda
þar til tveimur árum eftir að fé-
lagsmaður færi úr félaginu. Nokk-
urs ótta mun þó löngum hafa gætt
mnan samvinnuhreyfingarinnar við
þetta ákvæði, ekki sízt vegna þeirra
örðugu aðstæðna, sem mörg félag-
anna voru oft í, enda óspart notað
til árása af andstæðingum hreyfing-
arinnar. Það var þó talið svo þýð-
mgarmikið vegna lánstrausts félag-
anna, að því var ekki breytt fyrr en
árin 1937 og 1938. t Reykjavík mun
þessi ótti hafa verið sérstaklega al-
mennur vegna þeirra ófara, er hin
fyrstu kaupfélög þar höfðu farið.
Ft’lagsrit KRON
Einnig var ákvæðið þar síður nauð
syn vegna staðgreiðslufyrirkomu
lagsins, er leiddi af sér minni þörl
rekstrarfjár.
Samábyrgðin og upphæð stofn
gjalda verður nú aðalvandamálið i
samningaumleitununum við nefnd-
ina frá Alþýðusambandi íslands
Fulltrúar Alþýðusambandsins voru
algerlega andvígir samábyrgðinni;
töldu þeir hana mjög óvinsæla með-
al verkamanna og allrar alþýðu og
nrundu verða til þess að draga úr
þátttöku í félaginu. Enn fremur
töldu þeir efnahag verkamanna það
bágborinn, að ekki þýddi að hafa
stofngjaldið hærra en 50 krónur.
Nefndin, er vann að stofnun K. R ,
hafði upphaflega hugsað sér 100 kr.
stofngjald og samábyrgð, er tak-
mörkuð væri við 300 kr. Á undir-
búningsfundi þeim, sem fyrr grein-
ir, liöfðu þó komið fram raddir, er
mæltu gegn samábyrgðinni, og
vildu lrafa lágt stofngjald. Um þessi
atriði varð nú alllangt þóf, en að
lokum varð samkomulag um, að
stofngjald skyldi verða 50 kr., og
samábyrgðin takmörkuð við 300—
400 kr. En það hafði verið krafa
fulltrúa K. R., að samábyrgðin yrði
hækkuð, ef stofngjaldið væri lækk-
að. Hið fyrirhugaða félag skyldi enn
fremur selja gegn staðgreiðslu og
vera óháð stjórnmálaflokkum. Þeg-
ar samkomulag hafði náðst nm þessi
atriði, varð ágreiningur um skipun
væntanlegrar stjórnar, og var sá á-
greiningur fyrst og fremst stjórn-
málalegs eðlis. Þeir menn, er hér
35