Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 9
ið 1932 tekur félagið við rekstri
brauðgerðarinnar, og nokkru síðar
er endanlega gengið frá samningum
um lóðina í Bankastræti og hafinn
undirbúningur að opnun sölubúð-
ar. Lóðin var aðeins leigð til
skamms tíma, tíu ára, svo ekki voru
tiltök að leggja í stórbyggingu, enda
starfsemi félagsins ekki það mikil,
að þess virtist þörf, né heldur bol-
magn til stórræða. Hús þaðl, er
byggt var á lóðinni, er verzlunarhús
það, sem þar stendur enn, og nú er
í eigu KRON. Nam byggingarkostn
aður um 11.000 kr. Sölubúðin tók
til starfaþann 1. júní 1933, og verzl
aðx hún í fyrstu eingöngu með mat-
vörur, nýlenduvörur, hreinlætisvör-
ur ogþví um líkt. Meðan að félagið
rak eingöngu, pöntunarstarfsemi var
verðla gningu hagað nokkurnveginn
þannig, að útsöluverð nægði fyrir
kostnaði að viðbættum sjóðstillög-
um. Var verðlag félagsins því all-
miklu lægra en venj ulegra verzlana,
eða, að því er talið var, um 15—
20%. Nú varð á þessu sú breyting,
að ekki var keppt að því að halda
vöruverði öllu lægra en þeirra verzl
ana annarra, sem viðíiöfðu stað
greiðslu, en í stað þess var hærra
arði úthlutað í árslok. Brauðgerðin
seldi hins vegar fyrir lægra verð
en almennt gerðist. Félagsmenn
höl'ðu þó rétt til að gera vörupant-
anir í heilum stykkjum eða kössum
líkt og áður, og þá með samskonar
verðlagningu, en af slíkum viðskipt-
um var ekki greiddur eins mikil!
arður. Kostnaður við dreifingu
Félagsrit KRON
hafði fram að þessum tíma verið
mjög lágur, þar eð mikið af vinn-
unni, t. d. skrifstofuvinnu, var unn-
in af stjórnarmeðlimum fyrir lítið
eða ekkert gjald. Á þessu varð nú
breyting, þar sem óhjákvæmilegt
varð að ráða framkvæmdastjóra og
fjölga starfsfólki, auk þess sem
kostnaður af húsrúmi óx við bygg-
inguna. Hin aukna velta, sem af
opnun búðarinnar leiddi, gat ekki
að fullu vegið á móti þessu.
Á tímabilinu frá því félagið hóf
rekstur sölubúðar, þar til KRON
var stofnað, liélt starfsemi þess á-
fram að mestu á þeirri braut, er nú
liafði verið mörkuð, án mikilla
breytinga eða nýjunga, en með stöð-
uguni og verulegum vexti. Þannig
óx vörusala verzlunar úr 107.000 kr.
árið 1933 í 315.000 kr. árið 1936,
eða um 194%, og sala brauðgerðar
úr 66.000 kr. í 101.000 kr. sömu ár,
eða urn 53%. Engir sérstakir erfið-
leikar, nema helzt þeir, sem stöfuðu
af hinu almenna viðskiptaástandi og
gjaldeyrisörðugleikum, virðast hafa.
orðið í vegi félagsins. Rekstur
brauðgerðairinnar gekk þó alltaf
illa, og var hún rekin með nokkr-
um halla árið 1935. Bakarameistar-
ar bæjarins munu hafa haft samtök
um að hnekkja rekstri hennar með
harðri samkeppni, og fékk brauð-
gerðin raunverulega harla litla stoð
af félagsmönnum, sem lítið skiptu
við hana.
Þær nýjungar í starfsemi félags-
ins, sem um er að ræða á þessu tíma-
bili, eru þær helztar, að nokkur
39