Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 17
sitt um líkt leyti, á félagið sinn arkostnaðar og álagningar, sem
mikla þátt í þeirri lækkun dreifing- hefst á þessum árum.
II. Pöntunarfélag verkamanna
1. Stofnun og skipulag
Pöntunarfélag verkamanna á sér
annan uppruna en Kaupfélag
Reykjavíkur. Það er skapað at'
verkamönnunum í Revkjavík, er
sjálfkrafa viðnám þeirra gegn ör-
birgð og öryggisleysi. Pöntunarfé-
lagið er myndað af víðtækri hreyf-
ingu, er spratt upp á mörgum stöð-
um í bænum um líkt leyti, og jókst
og efldist með miklum hraða.
Á árunum 1933 og 1934 voru
mynduð mörg smáfélög verka-
manna á ýmsum stöðum í bænum,
er unnu að pöntunarstarfsemi fyrir
meðlimi sína. Um starfsemi þessara
félaga segir svo í fyrsta tölublaði
Pöntunarfélagsblaðsins: „Þessi félög
höfðu sett sér þann tilgang að út-
vega verkamönnunum ódýrar vörur,
og þeim tilgangi hugðust þau að ná
með því að komast hjá reksturs-
kostnaði, eftir því sem frekast væri
unnt, auk þess, sem var aðalatrið-
ið, að þau útilokuðu allan ein-
staklingsgróða. Félögin vildu t. d.
komast hjá kaupum á verzlunar-
bréfi, búðarleigu, mannahaldi,
nema af mjög skornum skammti,
o. s. frv. í þessu skyni kusu svo fé-
iögin umboðsmenn eða fulltrúa, er
annast áttu sameiginleg innkaup á
vöriun.“
Hið fyrsta þessara smáfélaga er
talið vera félagið í Skerjafirði, sem
Félagsrit KRON
tók til starla 1. október 1933, og
liafði þá 20 meðlimi. Um stofnun
þess segir svo í 3. tölublaði Pöntun-
arfélagsblaðsins: „Nokkrir verka-
menn í Skerjafirði, sem höfðu að-
stöðu til þess að komast eftir heild-
söluverði á ýmsum nauðsynjavör-
um, ofbauð álagning kaupmanna
og ásettu sér að tala við félaga sína
um að stofna til sameiginlegra inn-
kaupa, kaupa í heilu frá heildsölum
og skipta vörunum. Flestum leizt
vel á þessa hugmynd og fyrsta pönt-
nnarfélagið hóf starfsemi sína.“
Fleiri fylgdu brátt eftir á sömu
braut, og í nóvember 1934, þegar
Pöntunarfélagið er stofnað, eru ým-
ist sjö eða átta félög talin vera
starfandi í bænum, en þó ekki til-
greindir nema sex staðir, sem þau
starfi á, Skerjafjörður, Grímsstaða-
holt, Skólavörðuholt, Barónsstígur,
Vesturbærinn og Kárastígur. I þess-
um félögum munu samtals hafa ver-
ið um 250—300 meðlimir.
Forustumönnum þessara félaga
varð brátt ljóst, að til lengdar var
ekki hægt að reka starfsemina á
þann einfalda hátt, sem fyrst hafði
verið gert, og um leið vaknaði nauð-
syn á nánara innbyrðis samstarfi á
rnilli félaganna. Um tildrögin að
stofnun Pöntunarfélags verkamanna
segir svo í 1. tölublaði Pöntunarfé-
lagsblaðsins:
47