Félagsrit KRON - 15.12.1947, Síða 25
Pöntunarfélagið einnig eftir það, að
viðskiptabanninu var aflétt. Er þar
helzt að nefna, að á árinu 1936
höfðu heildsalar og verksmiðjueig-
endur í undirbúningi samtök um
að neita að selja félaginu öðruvísi
en gegn staðgreiðslu, en það hefði
komið félaginu mjög bagalega.
Þetta komst þó aldrei í framkvæmd.
Þess er enn fremur getið í skýrsl-
unni liá 1936 og í blaðinu, að kaup-
menn viðhafi stundum þá brellu
að lækka verð einstakra vara niður
fyrir kostnaðarverð til að villa um
fyrir fólki við samanburð á verðlagi
félagsins og kaupmanna. Eru menn
varaðir við þessu, en þetta þó ekki
talið félaginu hættulegt. í dagblöð-
um munu einnig hafa birzt árásar-
og níðgreinar um félagið, og er þar
til nefnt dagblaðið „Vísir“. Kostaði
þetta nokkra rekistefnu og mála-
ferli, en félagið vann.
Að afloknu viðskiptabanninu var
félagið komið yfir örðugasta lijall-
ann. Meðlinratala þess og vöruvelta
óx hröðunr skrefum með hverjum
mánuði sem leið, jafnframt efldist
það fjárhagslega og varð skipulags-
lega traustara.
4. Vöxlur félagsins.
Aukning starfseminnar
Meðlimir í Pöntunarfélagi verka-
manna eru við stofnun þess taldir
um 2.60, ári síðar, í nóvember 1935,
eru meðlimir taldir 996. Á þessu
eina ári hafði því meðlimatalan nær
fjórfaldazt. Um áramótin 1935—36
voru meðlimirnir 1.064 og um ára-
Fclagsrit KRON
mótin 1936—37 1.816. Á þeim 26
mánuðum, sem liðu frá stofnun fé-
lagsins til ársloka 1936, lröfðu því
þannig bætzt 63 nýir félagar á mán-
uði til jafnaðar. Þessi vöxtur verður
að teljast fádæma ör, og um ára-
mótin 1936—37 er félagið orðið
mjög stórt miðað við fólksfjölda
bæjarins, enda þótt varla sé á grund-
velli þessara talna hægt að gera
neina áætlun um það, hversu mikill
liluti bæjarbúa hafi beint og óbeint
staðið að félaginu.
Starfsemi félagsins var í fyrstu að-
allega bundin við pöntunarviðskipt-
in. Þó hafði félagið frá upphafi
opna sölubúð á Skólavörðustíg 12,
og fór pöntunarafgreiðsla einnig
fram á þessum stað.
Á fyrsta ársfjórðungi ársins 1935
námu pöntunarviðskiptin 83% af
vörusölu félagsins. Síðari tölur eru
ekki til um þessa skiptingu, en búast
má fastlega við, að búðarviðskiptin
hafi farið hlutfallslega vaxandi. Fé-
lagið verzlaði í fyrstu eingöngu með
matvörur, nýlenduvörur, hreinlætis-
vörur og því um líkt. Þá tvo mán-
uði, sem félagið starfaði árið 1934,
nam vörusala þess, sem eingöngu
voru vörur af þessu tagi, 40.000 kr.
Árið 1935 var vörusala af þessum
vörum 383.000 kr., og árið 1936
626.000 kr. Seint á árinu 1935 byrj-
aði félagið lítilsháttar verzlun með
vinnuföt o. þ. u. 1. í félagi við Kaup-
félag Reykjavíkur, eins og áður er
frá skýrt. Jafnframt stóðu yfir sarnn-
ingaumleitanir milli félaganna urn
rekstur sameiginlegrar fullkominn-
55