Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 26
ar vefnaðarvöruverzlunar. Þegar á
átti að herða fékkst þó K. R. ekki til
að vera með í þessu f'yrirtæki, og
liefur verið nánar frá því skýrt í
kaflanum um það félag. Voru þá
teknar upp samningaumleitanir við
Alþýðubrauðgerðina, um að hún
yrði þátttakandi í fyrirtækinu, en
það varð einnig árangurslaust.
Réðst því félagið í það að hefja
rekstur vefnaðar- og búsáhaldaverzl-
unar upp á eigin spýtur í júlímán-
uði 1936. Var verzlun þessi í ágæt-
um húsakynnum í iiinu nýja Al-
þýðuhúsi við Hverfisgötu og Ing-
ólfsstræti, þar sem nú er bókabúð
KRON. Vörubirgðir búsáhalda-
verzlunarinnar „Berlínar“ voru
keyptar og fluttar í hina nýju búð.
I ársskýrslunni 1936 segir, að rekst-
ur búðarinnar hafi gengið prýði-
lega, og vöruverð verið þar miklu
lægra en annars staðar í bænum á
sams konar vörum. Þó er í skýrsl-
unni mjög kvartað um takmörkuð
innflutningsleyfi. Nam sala þessara
vara, sem í reikningunum koma
fram undir nafninu „sérdeild“,
123.000 kr. árið 1936. Samtals var
því vörusalan árið 1936 749.000 kr.,
eða um það bil helmingi meiri en
árið áður.
Allt frá stofnun félagsins höfðu
larið fram umræður í stjórninni um
nauðsyn þess að útvega félaginu hið
fyrsta stærra og betra húsnæði, og
ýmsar tilraunir verið gerðar í þá átt.
Endanleg lausn á því máli fékkst
haustið 1935, er félagið tekk mjög
aukið húspláss á Skólavörðustíg 12,
bæði fyrir búðir, pöntunaraf-
greiðslu og skrifstofur. Var þá horn-
búðin fengin á leigu. Þetta húsnæði
var tekið til afnota á árinu 1936, og
er í ársskýrslu þess árs talið, að búð-
in fullnægi nú fyllstu kröfum neyt-
enda, livað rúm og hreinlæti snerti,
enda hafi sölubúðir sænskra neyt-
endafélaga verið hafðar til fyrir-
myndar við innréttingu. I sambandi
við þessa búð var komið fyrir sér-
stakri kjötdeild.
Önnur aukning starfseminnar,
sem lengi hafði verið fyrirhuguð,
og mjög á eftir knúið af hinum
einstöku deildum, var stofnun úti-
búa. Komst þetta í framkvæmd á ár-
inu 1936, en þá var hinn 1. október
hafinn rekstur útibús fyrir austur-
bæinn á Grettisgötu 46. Var keypt
búð, sem þar hafði verið starfandi
áður, ásamt vörubirgðum, og réðst
kaupmaðurinn sem starfsmaður til
Pöntunarfélagsins. Snemma á árinu
1937 var sett á stofn útibú fyrir vest-
urbæinn á Vesturgötu 33. í apríl
1937 voru keyptar vélar og annar út-
búnaður Kjötbúðar Reykjavíkur af
Sambandi íslenzkra samvinnufélaga
og sett á stofn kjötbúð á Vesturgötu
16. Var þar m. a. rekin pylsugerð,
en gekk illa sökum skorts á faglærð-
um mönnum. Sömuleiðis var á ár-
inu 1936 farið að selja kaffi með
sérstöku vörumerki félassins, og
hafinn undirbúningur að því að
setj'a á fót kaffibrennslu. Þá var
einnig að myndast vísir að efnagerð
með eigin framleiðslu gerdufts.
Enginn vafi getur á því leikið, að
56
Félagsrit KRON