Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 33
sem háði baráttu sína fyrir bættum
kjörunr og auknum réttindum stétt-
arinnar á öðrum vettvangi og með
öðrum aðferðum en þau. í 2. gT.
hinna fyrstu laga félagsins er annað
aðalmarkmið þess talið vera: „Að
styrkja verkalýðinn í baráttu hans
fyrir bættum kjörum nreð fræðslu-
starfsemi og á annan hátt, er kann
að verða samþykktur.“ Enn greini-
legar kemur þetta í ljós í sambandi
við viðskiptabannið, sem í Pöntun-
arfélagsblaðinu er túlkað algerlega
sem liður í stéttabaráttunni. Þar seg-
ir m. a.: ,,í þessu (viðskiptabamr-
inu) kemur það fram með allra skýr-
asta móti, að hér rekast á tvennir
algerlega gagnstæðir hagsmunir:
Hagsmunir hinnar vinnandi stéttar
með Pöntunarfélag verkamanna
senr fulltrúa og hagsmunir yfirstétt-
arinnar, sem í þessu máli teflir fram
Félagi íslenzkra stórkaupmanna sem
lulltrúa sínurn." Oa: enn fremur:
„Þessar ofsóknir Ireildsalanna á
hendur pöntunarfélaginu eru um
leið full viðurkenning þess, að félag-
ið hefur rækt stéttarskyldur sínar
gagnvart verkalýðsstéttinni, og að
því hefur með talsverðum árangri
tekizt að vinna-gagn hagsmunamál-
um hennar.“ í öðru tölublaði Pönt-
unarfélagsblaðsins birtist grein, er
nefndist „Lýðræði" og stendur þar
m. a.:
„Pöntunarfélag verkamanna er
stéttarfélag verkalýðsins í bænum.
f ullkomið lýðræði á að kenna fólk-
mu það, að raunverulega eigi það
þennan félagsskap, að félagið sé
Félagsrit KRON
hluti af tilveru þess, af lífi þess og
starfi. Fyrri en félagið hefur vaxið
saman við verkalýðsstéttina eftir
leiðum lýðræðisins, er tilvera þess
ekki fullkomlega tryggð. Hver
verkamaður verður að skilja það,
að Pöntunarfélagið er honum nauð-
syn á sama liátt og verkalýðsfélag,
að þessi tvenns konar félagsskapur
hefur hvor sitt hlutverk að rækja í
hagsmunabaráttu stéttarinnar og
bætir hvor annan upp.“
Á þessari afstöðu verðuKþó fljót-
lega allmikil breyting. Það er hætt
að tala um félagið sem verkamanna-
félag sérstaklega, en í stað þess lögð
meiri og meiri áherzla á, að félagið
sé almennt neytendafélag. í grein í
Pöntunarfélagsblaðinu (4. tbl.
1936), um það bil ári síðar en grein-
ar þær birtust, er áður var vitnað í,
er lýst starfi og stefnu félagsins, og
er þar ekki minnzt einu orði á það,
að félagið sé fyrst og fremst verka-
mannafélag, heldur er talað um það
sem neytendafélag, er „vinni ein-
göngu að hagsmunum neytenda“. I
uppkastinu að liinum nýju lögum
frá 1937 segir svo í 1. grein: „Félag-
ið er samtök neytenda í Reykjavík
og nágrenni." Jafnframt var ætlun-
in að breyta nafni félagsins, t. d. í
Neytendafélag Reykjavíkur. Á aðal-
fundi félagsins 11. apríl 1937 segir
Sveinbjörn Guðlaugsson, er talar
fyrir hönd stjórnarinnar, að nafn fé-
lagsins sé nú orðið úrelt.
í sambandi við hinn öra vöxt fé-
lagsins er j:>ví Itér á stuttum tíma að
verða mikil breyting á grundvelli
6S