Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 60
Hverfisgata 52
Stjórnin liafði þetta mál lengi til at-
hugunar og vildi ógjarnan leggja
meira í byggingu en brýna nauð-
syn bæri til. Svo fór, að byggingar-
leyfi reyndist ófáanlegt, nema byggt
yrði tvílyft hús, en þar eð ófært
þótti að láta við Jretta sitja var
ráðist í að byggja, og var húsið full-
gert í desember 1939.
Reykjavík
Haustið 1938 hafði verið ráðgert
að byggja fullkomið nýtízku vöru-
geymsluhús við höfnina. Skyldi að-
allega afla fjár til þess með frjálsum
framlögum félagsmanna til kaupa
á hlutdeildarskuldabréfum, sem
tryggð yrðu með veði í væntanlegri
húsbyggingu. Málið hafði verið
rækilega undirbúið, og í nóv. 1937
fór framkvæmdarstjóri félagsins til
Svíþjóðar í þeim erindum að láta
gera uppdrætti að húsinu hjá húsa-
meisturum sænsku samvinnufélag-
anna, og ráðgast um bygginguna við
sérfræðinga þeirra. Félagið leigði á
þessum tíma vörugeymslur á mörg-
um stöðum í bænum, og þetta var
miklu dýrara og óhentugra heldur
en ef félagið hefði haft eigin vöru-
geymluhús. Auk þess gat ekki verið
um fullkomið vörueftirlit að ræða,
fyrr en félagið hafði fengið fullkom-
ið vörugeymsluhús.
Af ýmsum ástæðum, og þó eink-
um vegna skorts á byggingarefni,
var þó horfið frá því að byggja þetta
vörugeymsluhús við höfnina. I stað
þess var 1938 keypt allstórt vöru-
geymsluhús á Hverfisgötu 52, sem
áður var eign Timburverzlunar
Árna Jónssonar. Kaupverð hússins
var 65 þús. kr., en auk þess var lagt
þar nokkuð í innréttingar og breyt
90
Félagsrit KRON