Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 61
Búsáhaldabúðin í Bankastrœti 2
ingar, svo að bókfært verð var við
áramótin 1938—39 um 84 þús. kr.
Vörubirgðir félagsins og efnagerð
voru flutt í húsið, og auk þess inn-
réttuð sölubúð á neðstu liæð.
Þetta vörugeymsluluis reyndist
brátt of lítið, enda var frá byrjun
gert ráð fyrir viðbótarbyggingu, sem
fullgerð var 1939. Þrátt fyrir þetta
varð þó að leigja nokkra viðbótar-
geymslu í næsta húsi, og skórinn
kreppti því meir að í þessum efn-
uin sem tíminn leið. Árið 1941 var
svonefnd Defensoreign innan við
bæinn föl fyrir 125 þús. kr., og var
það talið viðunandi verð. Þar sem
leiguhúsnæði var yfirleitt ófáanlegt
Félagsrit KRON
þótti rétt að festa kaup á eign þess-
ari, en henni fylgdi jafnframt all-
stórt erfðafestuland.
Þessi kaup, sem jafnframt voru
gerð með framtíðina fyrir augum,
komu að litlum notum. Brezka setu-
liðið liafði þar aðsetur sitt og fékkst
ekki burt. Eignin var því félaginu
arðlítil, þótt ekki væri tap á henni.
Árið 1946 fékk félagið allgott boð
í eignina, og var hún þá seld. Kom
þar hvort tveggja til, að talið var að
miklu fé mundi þurfa að verja til
endurbóta á lienni, til þess að hún
yrði nothæf fyrir félagið, og eins
hitt, að með þessu móti var hægt að
losa fé, sem nota mátti til þess að
91