Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 62
Vefnaðarvörubúðin Skólavörðustíg 12
fullnægja stöðugum og réttmætum
kröfum félagsmanna um nýjar búð-
ir, án þess að þurfa að sæta erfiðum
kjörum í leiguhúsnæði.
Eftir áramótin 1943—44 voru
gerðar nokkrar breytingar á Hverf-
isgötu 52. Húsnæði efnagerðarinnar
var aukið að verulegu leyti, og
teiknistofan flutt þangað frá Grett-
isgötu 3.
Nokkru eftir stofnun félagsins
var búð þeirri, sem Kaupfélag
Reykjavíkur hafði haft í Banka-
stræti, breytt í búsáhalda- og gler-
vörubúð, þar sem búð félagsins í
Alþýðuhúsinu var orðin alltof lítil
fyrir hvort tveggja vefnaðar- og gler-
vörur. Þrátt fyrir þetta reyndist
vefnaðarvörubúðin í Alþýðuhúsinu
brátt ófullnægjandi, og var mönn-
um sífellt umkvörtunarefni. Eins og
annars staðar er getið um, var um
tíma árið 1938 ráðgert að taka á
leigu stóra búð við Lækjartorg í
húsi U tvegsbankans, en frá því ráði
var þó horfið, þar sem búðin þótti
of dýr og mikil áhætta með leigu-
málann. Eftir miklar bollaleggingar
var loks afráðið að taka á leigu búð
í nýju húsi, nr. 26 við Hverfisgötu,
92
Félagsrit KRON