Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 64
ListmunabúÖin Garðastræti 2
innar hugði á aukningu bygginga
þar 1941 ákvað félagið að bæta þar
við sig húsnæði. Til þess að greiða
fyrir byggingunni ákvað félagið að
kaupa gamla timburhúsið, sem þar
stóð og flytja átti burt. Var fengin
lóð undir það inn í Laugarnes-
hverfi. Vefnaðarvöruverzlunin og
skóverzlunin voru fluttar í hin nýju
hiisakynni á Skólavörðustíg 12 sum-
arið 1943. Nokkru meira liúsnæði
var tekið á leigu, en þar sem var-
hugavert þótti að ráðast í meira að
sinni, var hluti húsnæðisins leigður
öðrum.
Hús það, sem félagið keypti til
þess að fá leiguhúsnæðið á Skóla-
vörðustíg 12, var sett niður við
Hrísateig nr. 11. Frá upphafi var
ætlunin að selja húsið, er það væri
komið upp, þar sem lóð sú, sem
fáanleg var hjá bænum var óheppi-
leg til verzlunar og því ekki hægt
að setja þar upp útibú. Húsið varð
hins vegar óhóflega dýrt, og lítt
seljanlegt vegna kvaða húsaleigu-
nefndar. Er það enn í eigu félagsins
og leigt út.
4 árinu 1945 keypti félagið hluta
úr húsi nr. 19 við Hrísateig undir
matvörubúð, sem þar tók til starfa
á sama ári. Auk þess voru stofnsett-
94
Félagsrit KRON