Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 70

Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 70
haldinn var í september 1943, upp- lýstí stjórnin, að hallinn á rekstri saumastofunnar hefði numið 36 þús. kr. á fyrra missiri ársins, og kom með tillögu um, að liún yrði lögð niður. Nokkrar umræður urðu um málið, og andmæli komu fram, en tillaga stjórnarinnar var að lok- um samþykkt með 57:4 atkvæðum. Voru vélar og vörubirgðir seldar einkafyrirtæki, og varð hin fjárhags- lega niðurstaða sú, „að ekki var um neitt beint fjárliagstjón að ræða,“ eins og segir í skýrslu stjórnarinnar. Var þar með lokið einum rauna- legasta kaflanum í sögu félagsins. Grœnmetisframleiðsla Árið 1938 lagði stjórnin fram 5000 kr. til félagsskapar, sem stunda ætlaði grænmetisræktun í allstórum stíl við hverahita að Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Þetta var gert til þess að tryggja félaginu nokkra í- hlutun um framleiðslu grænmetis, þar sem reyndin hafði verið sú, að félagið hafði fyrir forgöngu stór- kaupmanna orðið að sæta verri kjör- nm um grænmetiskaup en ætla mátti, að ástæða væri til. Á árinu 1939 var gengið þannig frá málinu, að stofnað var samlags- félag með eiganda jarðarinnar, Þor- steini Loftssyni, garðyrkjufræðingi, sem jafnframt var framkvæmdar- stjóri fyrirtækisins. KRON lagði fram 15 þús. kr. og bar aðeins á- byrgð á skuldbindingum fyrirtækis- ins með framlagi sínu. Aðalbókhald var hjá kaupfélaginu, sem hafði 100 einkasölu á allri framleiðslunni og fulla íhlutun um rekstur fyrirtækis- ins og starfsemi alla. Árið 1940 var grænmetisræktun- in að Stóra-Fljóti komin á allgóðan rekspöl. Var ræktað þar allmikið af grænmeti, aðallega tómötum. Reist höfðu verið fjögur stór gróðurhús og eitt var í smíðum. Á árinu 1941 sagði hins vegar aðaleigandinn, Þor- steinn Loftsson, npp samningunum við félagið, og var ekki ríkt eftir því gengið að ná nýjum. Var talið óvarlegt, að félagið að svo stöddu legði mikið í hættu á sviði eins og þessu, en meðan félagið var veikari aðilinn, gat það ekki hagað málum eins og það vildi. Fatahreinsun Fatahreinsun setti félagið á fót ár- ið 1943. Nýjar vélar voru keyptar til hennar 1945, og er hún ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í Reykjavík. Árangurinn af rekstrin- um hefur verið góður. Fiðurhreinsun Árið 1945 keypti félagið vélar og áhöld Fiðurhreinsunar íslands, sem var eina fyrirtæki þessarar tegundar á landinu. Á þessu fyrirtæki hefur orðið verulegur halli og erfitt um framleiðslu vegna skorts á dúnheldu lérefti. Samkvæmt ársskýrslu félags- ins 1946 hafði stjórnin hug á að hætta þessum rekstri, en tilraunir, sem gerðar höfðu verið til að selja vélarnar, höfðu ekki tekizt. Félagsrit KRON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Félagsrit KRON

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.