Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 70
haldinn var í september 1943, upp-
lýstí stjórnin, að hallinn á rekstri
saumastofunnar hefði numið 36
þús. kr. á fyrra missiri ársins, og
kom með tillögu um, að liún yrði
lögð niður. Nokkrar umræður urðu
um málið, og andmæli komu fram,
en tillaga stjórnarinnar var að lok-
um samþykkt með 57:4 atkvæðum.
Voru vélar og vörubirgðir seldar
einkafyrirtæki, og varð hin fjárhags-
lega niðurstaða sú, „að ekki var um
neitt beint fjárliagstjón að ræða,“
eins og segir í skýrslu stjórnarinnar.
Var þar með lokið einum rauna-
legasta kaflanum í sögu félagsins.
Grœnmetisframleiðsla
Árið 1938 lagði stjórnin fram
5000 kr. til félagsskapar, sem stunda
ætlaði grænmetisræktun í allstórum
stíl við hverahita að Stóra-Fljóti í
Biskupstungum. Þetta var gert til
þess að tryggja félaginu nokkra í-
hlutun um framleiðslu grænmetis,
þar sem reyndin hafði verið sú, að
félagið hafði fyrir forgöngu stór-
kaupmanna orðið að sæta verri kjör-
nm um grænmetiskaup en ætla
mátti, að ástæða væri til.
Á árinu 1939 var gengið þannig
frá málinu, að stofnað var samlags-
félag með eiganda jarðarinnar, Þor-
steini Loftssyni, garðyrkjufræðingi,
sem jafnframt var framkvæmdar-
stjóri fyrirtækisins. KRON lagði
fram 15 þús. kr. og bar aðeins á-
byrgð á skuldbindingum fyrirtækis-
ins með framlagi sínu. Aðalbókhald
var hjá kaupfélaginu, sem hafði
100
einkasölu á allri framleiðslunni og
fulla íhlutun um rekstur fyrirtækis-
ins og starfsemi alla.
Árið 1940 var grænmetisræktun-
in að Stóra-Fljóti komin á allgóðan
rekspöl. Var ræktað þar allmikið af
grænmeti, aðallega tómötum. Reist
höfðu verið fjögur stór gróðurhús
og eitt var í smíðum. Á árinu 1941
sagði hins vegar aðaleigandinn, Þor-
steinn Loftsson, npp samningunum
við félagið, og var ekki ríkt eftir
því gengið að ná nýjum. Var talið
óvarlegt, að félagið að svo stöddu
legði mikið í hættu á sviði eins og
þessu, en meðan félagið var veikari
aðilinn, gat það ekki hagað málum
eins og það vildi.
Fatahreinsun
Fatahreinsun setti félagið á fót ár-
ið 1943. Nýjar vélar voru keyptar
til hennar 1945, og er hún ein hin
fullkomnasta sinnar tegundar í
Reykjavík. Árangurinn af rekstrin-
um hefur verið góður.
Fiðurhreinsun
Árið 1945 keypti félagið vélar og
áhöld Fiðurhreinsunar íslands, sem
var eina fyrirtæki þessarar tegundar
á landinu. Á þessu fyrirtæki hefur
orðið verulegur halli og erfitt um
framleiðslu vegna skorts á dúnheldu
lérefti. Samkvæmt ársskýrslu félags-
ins 1946 hafði stjórnin hug á að
hætta þessum rekstri, en tilraunir,
sem gerðar höfðu verið til að selja
vélarnar, höfðu ekki tekizt.
Félagsrit KRON