Félagsrit KRON - 15.12.1947, Page 86
um árið 1937 í 625.000 kr. og 11.4%
árið 1946. Þó er um mikla hlut-
fallslega lækkun að ræða hin erfiðu
ár 1941, 1942 og 1945.
10. Arðjöfnunarsjóður. Þessi sjóð-
ur var stofnaður árið 1938 úr hinum
gamla félagssjóði og eftirstöðvum
frá fyrra ári, en samsvarandi upp-
liæðir árið 1937 hafa einnig verið
til hans taldar. í þennan sjóð eru
látnar renna þær eftirstöðvar tekju-
afgangs, sem ekki renna í varasjóð,
stofnsjóð, eða er úthlutað. Eru þetta
yfirleitt mjög litlar upphæðir, eða
um 3.000 kr. og 1% af tekjuafgangi
að meðaltali. Aftur á móti er tekið
af þessum sjóði, ef varasjóðstillag,
stofnsjóðstillag og arðsúthlutun
reynast fara fram úr tekjuafgangi.
Hefur þetta verið gert árin 1940 og
1945. Þessi sjóður nemur því mjög
lítilfjörlegri upphæð, eða hæst um
35.000 kr. og 0.7% af skuldunum
árið 1944.
11. Stofnsjóður. Þessi sjóður sam-
anstendur af inneignum félags-
manna, sem yfirleitt eru fastbundn-
ar, nema undir sérstökum kringum-
stæðum, en þó greiddir vextir af.
Frá sjónarmiði félagsins er því hér
um eins konar mjög föst og löng lán
að ræða, en þessi liður þó yfirleitt
talinn með eigin fé. í stofnsjóð
hvers félagsmanns rennur eins og
kunnugt er ákveðinn hundraðshluti
af viðskiptum ár hvert. Þessi liður
er síhækkandi. eða úr 45.000 kr. og
5.8% af skuldunum árið 1937 í
1.120.000 kr. og 20.4% árið 1946.
Um mikla hlutfallslega lækkun er
þó að ræða árin 1941, 1942 og
1945.
12. Fasteignasjóður. Þessi sjóður
var stofnaður árið 1946 af þeim all-
verulega ágóða, sem það ár varð af
sölu Defensoreignarinnar, og ekki
þótti rétt, að kæmi fram sem aukinn
tekjuafgangur og væri varið sam-
kvæmt því, heldur gengi til hús-
bygginga í framtíðinni.
13. Hrein eign. Sá liður, sem
kemur fram í reikningunum undir
þessu nafni, er hinn árlegi tekjuaf-
gangur, sem ekki er ráðstafað fyrr
en á aðalfundi. Yfirleitt nemur
þessi liður frá 11 — 14% af skuldun-
um. Undantekning frá þeissu er
árið 1945, 5.6%, en það ár var hagn-
aður sérstaklega lítill, eins og þegar
hefur verið rakið.
Það er vert að benda á það, að
þeir efnahagsreikningar KRON,
sem hér hafa verið birtir, eru eins
og allir efnahagsreikningar byggðir
á rnati á mörgum þýðingarmestu
eigna- og skuldaliðunum, mati, sem
að sjálfsögðu getur verið mikið á-
litamál á hvaða reglum skuli byggja.
Við samanburð á milli ára, eins og
hér hefur verið gerður, er þó aðal-
atriðið, að mat sé framkvæmt á sarna
grundvelli frá ári til árs. Ekki er þó
hægt að dæma um, hvort svo hefur
verið. Af þessum ástæðum verður
að sjálfsögðu að skoða þessa efna-
hagsreikninga með hæfilegri varúð,
eins og raunar alla aðra efnahags-
reikninga.
Til þess að gefa á sem gleggstan
hátt yfirlit af þeirri mynd af hag
116
Félagsrit KRON