Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 101

Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 101
Endanlega var síðan frá samning- um gengið í nóvembermánuði 1945. Hin nýju félög, er þá tóku til starfa, voru Kaupfélag Hafnarfjarðar í Hafnarfirði og Kaupfélag Suður- nesja í Keflavík. Um þessa samn- inga segir svo í ársskýrslu KRON 1945: ,,Þegar þess er gætt, hve hér er um umfangsmikla samninga að ræða og margvísleg atriði, sem semja þurfti um, má telja, að samningarnir hafi gengið vel og greiðlega og niður- staðan varð sú, að ekki hefur verið að fundið svo vitað sé. Að samn- ingunum var unnið í vinsemd og af gagnkvæmum skilningi af öllum að- ilum. Vill stjórnin þakka öllum, sem þar eigi hlut að máli, og þá jafnframt óska hinum nýju félögum góðs gengis í framtíðinni.“ Þessi aðskilnaður olli KRON ýmiss konar erfiðleikum á árinu 1945 og átti m. a. mikinn þátt í því, að rekstrarafkoma þess varð óvenju léleg það ár, og fjárhagsaðstaða þess versnaði stórum, eins og nánar hef- ur verið vikið að í öðrum köflum. Þegar á árinu 1946 hafði félagið þó að fullu komizt yfir þessa örðug- leika. Þær tvær utanbæjardeildir, sem enn voru innan vébanda KRON, Sandgerðis- og Grindavíkurdeildirn- ar, skildu við félagið árið eftir, 1946. Segir svo í ársskýrslunni fyrir 1946: >,Aðgreining þessara deilda er í sam- ræmi við þau rök, er lágu til breyt- inganna í Hafnarfirði og Keflavík, og leiddi í raun og veru af þeim Félagsrit KRON breytingum.“ Þessi aðskilnaður var framkvæmdur eftir sömu megin- reglum og aðskilnaður hinna deild- anna árið áður. Tók Kaupfélagið Ingólfur við rekstrinum í Sandgerði og Kaupfélag Suðurnesja í Grinda- vík. 13. Innflutningshöftin og starfsemi KRON Innflutningshöftin hafa jafnan verið þrándur í götu neytendahreyf- ingar höfuðstaðarins og þykir því rétt að víkja nokkuð að þeim hér. Höft á innflutningi neyzluvara voru sett í október 1931 og var síð- an hert á þessum höftum með ári hverju, allt þar til styrjöldin hófst haustið 1939. Árin 1935 og 1936 voru Gjald- eyris- og innflutningsnefnd settar starfsreglur, sem hún skyldi fvlgja um veitingu leyfa. Skiptingu vöru- innflutnings milli innflytjenda skyldi framkvæma þannig, að inn- flytjendum væri úthlutað leyfum með tilliti til innflutnings viðkom- andi fyrirtækis á sams konar vörum tiltekið árabil. Ein mikilvæg undan- tekning var þó gerð frá þessu. Neyt- endafélög, sem starfandi voru, er starfsreglurnar voru settar, og þau, sem síðar kynnu að verða stofnuð á verzlunarstöðum, þar sem neytenda- félög voru ekki áður starfandi, skyldu yfirleitt fá leyfi til innflutn- ings í hlutfalli við tölu félagsmanna og heimilismanna þeirra, nema sér- stakar ástæður mæltu gegn því. í daglegu tali var þetta kölluð 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Félagsrit KRON

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.