Félagsrit KRON - 15.12.1947, Qupperneq 101
Endanlega var síðan frá samning-
um gengið í nóvembermánuði 1945.
Hin nýju félög, er þá tóku til starfa,
voru Kaupfélag Hafnarfjarðar í
Hafnarfirði og Kaupfélag Suður-
nesja í Keflavík. Um þessa samn-
inga segir svo í ársskýrslu KRON
1945:
,,Þegar þess er gætt, hve hér er um
umfangsmikla samninga að ræða og
margvísleg atriði, sem semja þurfti
um, má telja, að samningarnir hafi
gengið vel og greiðlega og niður-
staðan varð sú, að ekki hefur verið
að fundið svo vitað sé. Að samn-
ingunum var unnið í vinsemd og af
gagnkvæmum skilningi af öllum að-
ilum. Vill stjórnin þakka öllum,
sem þar eigi hlut að máli, og þá
jafnframt óska hinum nýju félögum
góðs gengis í framtíðinni.“
Þessi aðskilnaður olli KRON
ýmiss konar erfiðleikum á árinu
1945 og átti m. a. mikinn þátt í því,
að rekstrarafkoma þess varð óvenju
léleg það ár, og fjárhagsaðstaða þess
versnaði stórum, eins og nánar hef-
ur verið vikið að í öðrum köflum.
Þegar á árinu 1946 hafði félagið þó
að fullu komizt yfir þessa örðug-
leika.
Þær tvær utanbæjardeildir, sem
enn voru innan vébanda KRON,
Sandgerðis- og Grindavíkurdeildirn-
ar, skildu við félagið árið eftir, 1946.
Segir svo í ársskýrslunni fyrir 1946:
>,Aðgreining þessara deilda er í sam-
ræmi við þau rök, er lágu til breyt-
inganna í Hafnarfirði og Keflavík,
og leiddi í raun og veru af þeim
Félagsrit KRON
breytingum.“ Þessi aðskilnaður var
framkvæmdur eftir sömu megin-
reglum og aðskilnaður hinna deild-
anna árið áður. Tók Kaupfélagið
Ingólfur við rekstrinum í Sandgerði
og Kaupfélag Suðurnesja í Grinda-
vík.
13. Innflutningshöftin
og starfsemi KRON
Innflutningshöftin hafa jafnan
verið þrándur í götu neytendahreyf-
ingar höfuðstaðarins og þykir því
rétt að víkja nokkuð að þeim hér.
Höft á innflutningi neyzluvara
voru sett í október 1931 og var síð-
an hert á þessum höftum með ári
hverju, allt þar til styrjöldin hófst
haustið 1939.
Árin 1935 og 1936 voru Gjald-
eyris- og innflutningsnefnd settar
starfsreglur, sem hún skyldi fvlgja
um veitingu leyfa. Skiptingu vöru-
innflutnings milli innflytjenda
skyldi framkvæma þannig, að inn-
flytjendum væri úthlutað leyfum
með tilliti til innflutnings viðkom-
andi fyrirtækis á sams konar vörum
tiltekið árabil. Ein mikilvæg undan-
tekning var þó gerð frá þessu. Neyt-
endafélög, sem starfandi voru, er
starfsreglurnar voru settar, og þau,
sem síðar kynnu að verða stofnuð á
verzlunarstöðum, þar sem neytenda-
félög voru ekki áður starfandi,
skyldu yfirleitt fá leyfi til innflutn-
ings í hlutfalli við tölu félagsmanna
og heimilismanna þeirra, nema sér-
stakar ástæður mæltu gegn því.
í daglegu tali var þetta kölluð
131