Félagsrit KRON - 15.12.1947, Blaðsíða 108
Ritari félagsins hefur frá upphafi
verið sá sami, Theódór B. Líndal.
Eins og áður hefur verið vikið að,
skipuðu fyrstu íramkvæmdarstjórn
félagsins þeir Jens Figved, er var að-
alframkvæmdarstjóri, Vilmundur
Jónsson og Árni Benediktsson. Ár-
ið 1943 lét Jens Figved af störfum.
Var þá urn leið gerð breyting á
skipun framkvæmdarstjórnar, og
settir þrír ráðnir framkvæmdarstjór-
ar. Voru það þeir ísleifur Högna-
son, aðalframkvæmdarstjóri, Árni
Benediktsson og Hermann Her-
mannsson. Árið 1945 var fram-
kvæmdarstjórnin falin einum
manni, og hefur ísleifur Högnason
skipað jrað sæti síðan.
16. Verðlagsmál
Eins og nærri má geta hefur frá
öndverðu verið mikill áhugi fyrir
því meðal samvinnumanna í
Reykjavík, að reyna að gera sér ein-
hverja hugmynd um það, hvernig
verðlag, álagning og dreifingar-
kostnaður í verzlunum neytendafé-
laganna Iiafi verið í samanburði við
kaupmannaverzlanirnar í bænum
Slíkir útreikningar eru þó mjög
miklum örðugleikum bundnir og
skortir að miklu leyti grundvöll að
byggja þá á. Tilraunir í þessa átt
hafa þó hvað eftir annað verið gerð-
ar, og skal hér getið þeirra helztu.
Árið 1932 gerði Pálmi Hannesson
samanburð á vöruverði Kaupfélags
Reykjavíkur og tveggja kaupmanna-
verzlana í bænum. Var niðurstaðan
sú, að verðlag hjá Kaupfélagi
Reykjavíkur væri um 20% lægra en
hjá þessunr tveimur verzlunum.
Kaupfélagið rak þá eingöngu pönt-
unarstarfsemi, og hefur munurinn
því verið allmiklu meiri en síðar
varð.
138
Félagsrit KRON