Félagsrit KRON - 15.12.1947, Side 113
EFTIRMÁLI
í maímánuði síðastliðnum fór
stjórn KRON þess á leit við mig, að
ég tæki að mér að skrifa yfirlit um
starfsemi félagsins og fyrirrennara
þess í tilefni af tíu ára afmæli félags-
ins. Var ætlunin, að ritgerð þessi
birtist fyrir afmælið þann 6. ágúst
s. 1. Enda þótt tími væri svo naumur
til stefnu, tók ég verkið að mér. Það
reyndist þó ómögulegt að ljúka
verkinu á svo skömmum tíma og
enn síður að fá það prentað. Var
liandritið tilbúið í októbermánuði,
en útkoma liefur dregizt fram að
þessu vegna anna prentsmiðjunnar.
Þrátt fyrir drátt þann, sem þannig
hefur orðið frá því, sem upphaflega
var ráð fyrir gert, ber ritgerðin þess
merki, að tími hefur verið naumur
til samningar hennar, en mikil
áherzla var á það lögð af hálfu
stjórnar KRON að hraða verkinu.
Þær heimildir, sem stuð/t hefur ver-
ið við, eru fyrst og fremst fundar-
gerðabækur, ársskýrslur, blöð og
tímarit. Hins vegar hefur hvorki
unnizt tími til að grafast eftir öðr-
um þeim skriflegu heimildum, sem
líklegt má telja að finnast kunni og
fengur sé í, né liafa tal af þeim
mönnum, er mest liafa komið við
sögu félagsins og fyrirrennara þess,
og afla á þann liátt þýðingarmikilla
munnlegra heimilda.
Við samningu þessarar ritgerðar
iief ég notið góðrar aðstoðar tveggja
manna sérstaklega. Sölvi Blöndal
hefur aðstoðað mig við söfnun
heimilda og athugun þeirra og rætt
við mig ítarlega suma kafla ritgerð-
arinnar. Klemens Tryggvason hefur
farið vandlega yfir allt handritið og
gefið mér ýms góð ráð og bendingar.
Kann ég þeim báðum hinar beztu
þakkir.
Reykjavík í desember 1947
Jónas H. Haralz.