Kjarnar - 01.02.1948, Page 24
trjáviðarhlassið, seldi það þar og kom heim aftur um
kvöldið með ofurlítið af korni og helztu lífsnauðsynjum
til vetrarins. Hestana og vagninn hafði hann veðsett fyr-
ir því, sem eftir var af skuldinni. Svo ætlaði Karl að
leggja af stað austur á bóginn. Hann ætlaði að ferðast með
lestum og vera fljótur í ferðum. Sagt var, að uppskera
væri góð í Austurríkjunum, og hann bjóst við að fá vinnu
við hana. Seinna um haustið mundi hann svo koma aftur
með peninga og borga skuldina. Síðan mundu þau lifa
saman annan vetur í kofanum sínum, og svo kæmi vorið
og sumarið með nýja uppskeru.
Að síðustu voru þau orðin allvongóð um það, að úr
mundi rætast. Karl gekk rösklega frá húsunum en stanz-
aði svo og veifaði hendinni glaðlega. Karólína lyfti Karli
litla upp í áttina til hans. Svo stóð hún kyrr og hlustaði á
fótatak hans, unz það dó út. Hann var farinn.
Hún átti þrjár hespur af garni og heklunál. Þegar hún
var búin að þvo og hreinsa allt hátt og lágt inni í kofan-
um, gat hún ekki fundið annað betra að gera en að hekla
upp allar hespurnar og rekja svo upp á ný. Þetta gerði
hún hvað eftir annað.
Karólína stóð oft fyrir dyrum úti og horfði út yfir slétt-
una. Hún vonaðist eftir einhverjum ferðamanni. Eitt sinn
sá hún mann koma ríðandi og halda í suður. Hún hljóp í
veg fyrir hann og kallaði. Þetta var kurteislegur, ungur
maður, með tvær byssur hangandi yfir öxlina.
„Ertu að fara. til þorpsins?“ spurði hún áköf. „Ef þú
ferð þessa leið aftur til baka, gerirðu mér kannske þann
greiða að koma við á pósthúsinu og vita hvort ég á ekki
bréf þar.“
„Sjálfsagt frú,“ svaraði ungi maðurinn glaðlega. En
kjarnar 22 Nr. 1