Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 25
hann kom ekki aftur, og Karólína hitti fleiri menn, en
enginn færði henni samt bréf.
Karólína þóttist samt viss um, að hún ætti bréf á póst-
húsinu. Férðin þangað tók tvo daga í uxavagni eða fót-
gangandi. Svenson bauðst til að fara.
En sama kvöldið heyrði hún hófatak úti fyrir, og þar
var þá kominn einn af mönnunum, sem hún hafði hitt.
Hann færði henni bréf.
„Ástkæra eiginkona.
Ég tek mér nú penna í hönd til þess að láta þig vita, að
mér líður vel, og ég vona að svo sé einnig um þig. Ég hef
vinnu hér við Roslyn-mylluna í Iowa og laun mín eru 30
dollarar á mánuði. Mér líkar starfið vel. Viltu skrifa mér
og láta mig vita, hvernig ykkur Kalla litla líður. Ég vona
að koma heim í október. Vertu blessuð og sæl.
Þinn elskandi eiginmaður
(Hundrað kossar til þín og Kalla litla).
Karólína viknaði, þegar hún las þetta bréf.
Svenson fór til borgarinnar 'og kom svarbréfi hennar í
póstinn. Hann var henni svo góður og hjálpsamur, að
Karólínu fannst hún mundi aldrei geta endurgoldið hon-
um það. Hún bauð honum þó að heyja á landi þeirra
handa uxunum. Hún lét hann líka hafa hey, því að þau
Karl áttu meira en nóg handa hestunum.
Svenson heyjaði þarna eina viku, og frú Svenson kom
til Karólínu á hverjum degi. Hún kom alltaf með eitt-
hvert góðgæti með sér, og þau neyttu matarins öll þrjú í
sameiningu heima hjá henni. Sú vika var skemmtileg og
hefði verið alveg skuggalaus, ef Svenson hefði ekki alltaf
Nr. 1
23
KJARNAR