Kjarnar - 01.02.1948, Side 33
gott. Þá lít ég hérna inn. Sæl á meðan.“ Svo var hann á
bak og burt.
í þessari viku skrifaði hún Karli langt bréf. Hún vildi
ekki baka honum kvíða með því að segja honum, að Sven-
son-hjónin væru farin. Hún skrifaði honum, að hún elsk-
aði hann og Kalli litli væri búinn að taka tönn. Hún sagði
honum, að peningarnir, sem hann hefði sent væru meira
en nógir, og sér og barninu liði svo vel, sem hægt væri, og
skorti ekkert. Hún sagði, að Svenson-hjónin væru ekkert
nema góðvildin og hjálpsemin, og allt væri vel búið undir
veturinn. Og að lokum sagði hún: „Það eru erfiðir tímar
núna, en við skulum ekki hugsa urn það. Við skulum
hugsa um framtíðina. Það hefur aldrei verið auðvelt að
nema land, en það er samt miklu auðveldara fyrir okkur
en marga aðra. Við höfum frjósamt, brotið land, hús og
ýmis áhöld, og meira að segja járnbraut skammt frá.
Forfeður okkar höfðu ekkert af þessu. Við munum brjót-
ast áfram og sigra að lokum, og þá sjáum við, að barátta
okkar hefur ekki verið unnin fyrir gýg.“
Þetta bréf, sem brotið var vandlega saman, innsiglað
og áritað, var aldrei sent. Það lá allan veturinn milli blaða
í biblíunni, því að veður skipaðist skyndilega í lofti, og
ungi maðurinn kom ekki næsta sunnudag. Á laugardags-
morguninn var veðrið milt sem í maí, en um kvöldið dró
þungbúin ský upp á himininn frá norðvestri. Þau færð-
ust hægt upp á himinhvolfið, en svo brast stórhríðin á.
Vindurinn hvein, og myrkrið færðist yfir.
Stórhríðin hélzt í þrjá sólrhringa, og þegar Karólína
opnaði dyrnar, var snjókófið svo dimmt, að hún sá ekki
út úr augunum. Hún gat ekki gert sér í hugarlund, hve
mikið frostið væri. Þegar hún sá, að bliku dró á loft, hafði
Nr. 1
31
KJARNAR