Kjarnar - 01.02.1948, Page 36

Kjarnar - 01.02.1948, Page 36
Á sjöunda degi brann þó vaggan til ösku, og við þann eld sauð Karólína kartöflur og mataði barnið af þeim. En síðan var ekki um annað að gera en að skríða undir tepp- in aftur og kúra sig niður. Breyting á veðurhljóðinu vakti hana. Hún vissi þó ekki, hvort heldur var nótt eða dagur, og þegar hún opn- aði dyrnar þyrlaði norðanstormurinn snjónum framan í hana. En hún sá þó, að bjart var af degi. Storminn lægði þó brátt, og stórhríðin var um garð gengin. í morgunskímunni sá hún nautgripahjörð standa úti á ísnum á víkinni. Þar voru bæði fullorðnir gripir og ung- viði, villt dýr utan af sléttunni. Þau stóðu í hnapp og skutu höm í veðrið og létu granirnar nema við hnén. Karólína hngsaði með ótta til heystakksins. Sem betur fór fól vatnsbakkinn hann fyrir dýrunum enn, en þau mundu ekki verða lengi að ráðast að honum í hungrinu, ef þau kæmu auga á hann, og þá væri eldsneyti hennar úr sögunni. Hún fór í snjósokka og setti upp vettlinga og tók byss- una í hönd. Hún vissi, að ekki mundi takast að verja hey- ið fyrir sveltandi skepnunum með staf eða öxi í hendi. Hún ætlaði að reyna að fæla dýrin burt með skoti, en ef það dygði ekki, gæti hún leitað hælis í hesthúsinu. En ef þau hefðu nú þegar farið í heyið ...? Nautgripirnir hreyfðu sig ekki. Skyldu þeir vera dauð- ir? Nei, andstrokan sást út úr nösum þeirra. Hún gekk hægt í áttina til þeirra og kafaði snjóinn í hné. Úti á ísn- um var snjórinn minni. Nú var hún tíu metra frá þeim — fimm — tvo. Þeir lyftu ekki einu sinni höfðinu. Þa sá hún, að á enni þeirra og niður fyrir augun lá þykk ís- KJARNAR 34 Nr. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.