Kjarnar - 01.02.1948, Side 36
Á sjöunda degi brann þó vaggan til ösku, og við þann
eld sauð Karólína kartöflur og mataði barnið af þeim. En
síðan var ekki um annað að gera en að skríða undir tepp-
in aftur og kúra sig niður.
Breyting á veðurhljóðinu vakti hana. Hún vissi þó
ekki, hvort heldur var nótt eða dagur, og þegar hún opn-
aði dyrnar þyrlaði norðanstormurinn snjónum framan í
hana. En hún sá þó, að bjart var af degi. Storminn lægði
þó brátt, og stórhríðin var um garð gengin.
í morgunskímunni sá hún nautgripahjörð standa úti á
ísnum á víkinni. Þar voru bæði fullorðnir gripir og ung-
viði, villt dýr utan af sléttunni. Þau stóðu í hnapp og
skutu höm í veðrið og létu granirnar nema við hnén.
Karólína hngsaði með ótta til heystakksins. Sem betur
fór fól vatnsbakkinn hann fyrir dýrunum enn, en þau
mundu ekki verða lengi að ráðast að honum í hungrinu,
ef þau kæmu auga á hann, og þá væri eldsneyti hennar
úr sögunni.
Hún fór í snjósokka og setti upp vettlinga og tók byss-
una í hönd. Hún vissi, að ekki mundi takast að verja hey-
ið fyrir sveltandi skepnunum með staf eða öxi í hendi.
Hún ætlaði að reyna að fæla dýrin burt með skoti, en ef
það dygði ekki, gæti hún leitað hælis í hesthúsinu. En
ef þau hefðu nú þegar farið í heyið ...?
Nautgripirnir hreyfðu sig ekki. Skyldu þeir vera dauð-
ir? Nei, andstrokan sást út úr nösum þeirra. Hún gekk
hægt í áttina til þeirra og kafaði snjóinn í hné. Úti á ísn-
um var snjórinn minni. Nú var hún tíu metra frá þeim
— fimm — tvo. Þeir lyftu ekki einu sinni höfðinu. Þa
sá hún, að á enni þeirra og niður fyrir augun lá þykk ís-
KJARNAR
34
Nr. 1