Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 39

Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 39
Hún skellti hurðinni aftur, en um kvöldið heyrði hún ákaft krafs og ýlfur við dyrnar. Vargarnir voru þar að bítast um kjötstykkin í snjónum. Hún lét loga á lampan- um alla nóttina og horfði á litla gluggann með olíupapp- írnum. Til allrar hamingju var glugginn of lítill til þess, að úlfur gæti skriðið inn um hann. Ef trýni eða löpp birt- ist þar, var hún reiðubúin að skjóta. Hún hafði öxina hjá sér núna, og hún ákvað að höggva bekkinn og borðið í eldinn fremur en að hætta sér út til þess að sækja í eld- inn. En til þess kom þó ekki, því að heyið entist henni í tvo daga, og þá féll geisli inn um gluggann hennar og gaf til kynna, að sólin væri farin að skína. Hún opnaði dyrnar varlega og hafði alltaf byssuna reiðubúna. Hún gat hvort sem er ekki dvalið allan vetur- inn innan dyra án þess að sækja sér eldsneyti. Hún varð að horfast í augu við hættuna. Hún sá engin spor eftir úlf- ana, og kvígan var heil á húfi í hesthúsinu. Upp frá þessu steig Karólína aldrei út fyrir dyr án þess að hafa byss- una í annarri hendinni. Minningin um úlfana minnti hana alltaf á varnarorð Karls. Það gætu komið úlfar — hafði hann skrifað — og útlagar. Þegar hún sat og starði í eldinn, varð henni hugsað til þess, að reykurinn liðaðist upp úr reykháfn- um og gat sézt langt að, þegar kyrrt var og bjart í veðri, og það gæfi til kynna, að hér væri mannabyggð. Hún týndi tölu á dögunum, eftir því, sem lengra leið á veturinn. Febrúar kom, en hún hafði ekki hugmynd um það. Nokkra daga hafði verið kyrrt og bjart veður, en frostið mjög mikið, en nú virtist stórhríð í aðsigi einu sinni enn. Inni var eins mikið af heyi til brennslu og rúm- azt gat með hægu móti. Þau höfðu verið að borða máls- Nt. 1 37 KJARNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.