Kjarnar - 01.02.1948, Side 39
Hún skellti hurðinni aftur, en um kvöldið heyrði hún
ákaft krafs og ýlfur við dyrnar. Vargarnir voru þar að
bítast um kjötstykkin í snjónum. Hún lét loga á lampan-
um alla nóttina og horfði á litla gluggann með olíupapp-
írnum. Til allrar hamingju var glugginn of lítill til þess,
að úlfur gæti skriðið inn um hann. Ef trýni eða löpp birt-
ist þar, var hún reiðubúin að skjóta. Hún hafði öxina hjá
sér núna, og hún ákvað að höggva bekkinn og borðið í
eldinn fremur en að hætta sér út til þess að sækja í eld-
inn. En til þess kom þó ekki, því að heyið entist henni í
tvo daga, og þá féll geisli inn um gluggann hennar og gaf
til kynna, að sólin væri farin að skína.
Hún opnaði dyrnar varlega og hafði alltaf byssuna
reiðubúna. Hún gat hvort sem er ekki dvalið allan vetur-
inn innan dyra án þess að sækja sér eldsneyti. Hún varð
að horfast í augu við hættuna. Hún sá engin spor eftir úlf-
ana, og kvígan var heil á húfi í hesthúsinu. Upp frá þessu
steig Karólína aldrei út fyrir dyr án þess að hafa byss-
una í annarri hendinni.
Minningin um úlfana minnti hana alltaf á varnarorð
Karls. Það gætu komið úlfar — hafði hann skrifað — og
útlagar. Þegar hún sat og starði í eldinn, varð henni
hugsað til þess, að reykurinn liðaðist upp úr reykháfn-
um og gat sézt langt að, þegar kyrrt var og bjart í veðri,
og það gæfi til kynna, að hér væri mannabyggð.
Hún týndi tölu á dögunum, eftir því, sem lengra leið á
veturinn. Febrúar kom, en hún hafði ekki hugmynd um
það. Nokkra daga hafði verið kyrrt og bjart veður, en
frostið mjög mikið, en nú virtist stórhríð í aðsigi einu
sinni enn. Inni var eins mikið af heyi til brennslu og rúm-
azt gat með hægu móti. Þau höfðu verið að borða máls-
Nt. 1
37
KJARNAR