Kjarnar - 01.02.1948, Side 55

Kjarnar - 01.02.1948, Side 55
Kona hans átti líka auðsjáanlega erfitt með að halda geðsliræringu sinni í skefjum. Hún þreif upp- þvottadúk og opnaði kjallaradyrn- ar, og í .sama bili kallaði maður hennar aftur enn hærra: „Gústa. Viltu gera svo vel að finna mig sem allra snöggvast hing- að niður.“ „Ó, hvað er að, pabbi? Hvað vantar þig nú?“ „En vínið, sem ég bjó til úr þrúgunum! Það er ekki hér og þó man ég greinilega, að ég gekk hér frá því. Það átti að vera á þessari hillu, ég man það greinilega." „Ja, hérna, Jessi. Ertu að kalla á mig hingað ofan í þennan kjallara til þess að spyrja mig eftir víni, sem þú ert búinn að drekka fyrir löngu? Það eru nú liðin fjögur ár síðan þú bjóst þetta vín til, og þú drakkst það allt upp um næstu jól. Þú drakkst eins og greifi og gerðir ekkert annað en þræta allt kvöld- ið.“ Það fór nú að síga i herra Rogers við þessa aðdróttun konunnar, og hann sagði höstuglega: „Æ, hættu þessu rausi. Ég kann ekki við að láta brigsla mér um alls konar vammir og skammir hér á mínu heimili." En nú reyndi kona hans held- ur ekki lengur að hafa hemil á sínu suðræna bráðlyndi. Hún kerti hnakkann og hvarmarnir herptust saman. Rödd hennar varð bitur og skræk: „Hypjaðu þig tafarlaust út úr kjallaranum. Snáfaðu út, segi ég. Heyrirðu ekki til mín? Þú hefur hangið hér heima alla vikuna og ekkert gert nema snuðra hér um allt, þangað til ég get ekki þolað þetta lengur. En ég verð að þræla hér allan daginn og fæ ekkert nema vanþakklæti fyrir. Snáfaðu héðan burt, segi ég enn. Út með þig. Ég hef þúsund verk að vinna og hef engan tíma til þess að sinna relli þínu og köllum." En rétt í þessu bar séra Duffy að dyrum, og koma hans batt enda á þessa sennu. Dyrabjallan hringdi um leið og frú Rogers svipti opinni eldhúshurðinni og sendi manni sínum um leið tóninn með óþvegn- um orðum. Hún þagnaði x miðri setningu og fleygði frá sér klútn- um, sem hún hafði verið með í hendinni. Hún gekk niður í stigann og leit í spegilinn, setn komið var svo haganlega fyrir í forstofunni, að húsráðandi gat séð komumann, sem stóð fyrir dyrum úti, án þess að sjást sjálfur. „Hvaða manneskja ætli geti verið að rekast hingað á þessum tíma,“ sagði hún við sjálfa sig, en kom um leið auga á svarta hempu gestsins. „Nei, séra Duffy, það var óvænt ánægja." Nýi presturinn I sókninni hafði getið sér hinar mestu vinsældir þá sex mánuði, sem hann var búinn að þjóna þarna, og frú Rogers hafði ekki látið sitt eftir liggja við að Nr. 1 53 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.