Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 57
mörgnm manninum að fullu. „Nei,
segir þú satt, Duffy. Ertu þ;i bæði
jafnaðarmaður og járnbrautar-
starfsmaður? Þú ert sannarlega
maður að mínu skapi, það verð ég
að segja."
Herra Rogers leit sigri hrósandi
á konu sína og vætti varirnar með
tungunni. Svo stakk hann hend-
inni í vasa sinn og dró upp svart-
an tóbaksbita, sem hann héit upp
að andliti prestsins. „Ég hef aldrei
þekkt neinn járnbrautarmann, sem
neitað hefur að fá sér tóbakstuggu,"
sagði hann glaðklakkalega.
„Nei, sannarlega ekki," sagði
presturinn og um leið kom ofur-
lítið vandræðalegur svipur á and-
lit hans eins og á dreng, sem nálg-
ast einhvern forboðinn ávöxt. Hann
beit í hornið á bitanum og byrj-
aði að tyggja með svo miklum á-
kafa, að blá augu hans hurfu því
sem næst undir hnyklaða kinn-
vöðvana.
Rogers fékk sér líka tuggu og
dró spýtubakkann sinn fram und-
an kommóðunni. Anægjubros
breiddist yfir andlit hans um leið
og hann spýtti vænni gusu í bakk-
ann. Það var þó föst venja Rogers
að tyggja tóbak sitt aldrei heima,
og hann notaði því ekki spýtubakk-
ann sinn nema þegar hann bauð
gestum tölu og fékk sér aðra þeim
til samlætis.
„Eg er annars alveg steinhissa á
því, að svona tilþrifamikill maður
eins og þér skulið hafa lagt yður
niður við svona teprulegt starf. Yð-
ur hlýtur að bregða við eflir járn-
brautarstarfið," sagði Rogers.
„Já, að vísu, en frelsari okkar
allra var þó erfiðismaður og sama
var að segja um lærisveina hans og
postula. Þeir voru ofur venjulegir
menn, fiskimenn, smiðir og þess
háttar. Allt of margir innan klerka-
stéttarinnar hafa vanrækt að leggja
stund á dagleg og algeng störf áður
en þeir réðust i þjónustu kirkj-
unnar. Þeir koma oftast beint af
skólabekknum og þekkja ekkert til
lífsins. Ég álít að betra sé að hafa
það eins og ég. Ekkert var mér fjær
skapi en að ráðast til prestsstarfa án
þess að hafa svo mikið sem sigg í
lófa eða hrukku í andliti."
„Sem kvekari get ég fúslega fall-
izt á þessa skoðun. Það er ein af
grundvallarkenningum okkar, að
menn eigi að fylgja löngun sinni
og leggja stund á það, sem hugur-
inn kýs. Mig leiddi sú löngun að
járnbrautunum en yður að kirkj-
unni.“
Séra Duffy settist aftur í stól
sinn. „Ég veit alltof lítið um kvek-
arana og starfsemi þeirra. Þegar ég
heyrði það, að einn kvekari hér
væri eiginmaður og faðir fjögurra
sanntrúaðra kaþólskra kvenna,
varð ég mjög fýkinn í að kynnast
honum. Ég verð að segja það hrein-
skilnislega, að þér eruð öðruvísi en
ég bjóst við.“
Nr. 1
55
KJARNAR