Kjarnar - 01.02.1948, Page 64

Kjarnar - 01.02.1948, Page 64
lítið eitt gulnað með árunum, námu út á neðri vörina. „Þú veizt það.. Tína, að ég fagna því að fá að sjá Fhiladelphíu aftur. Hún er þó töluvert óaðlaðandi borg, jafnvel eins og ég minnist hennar fyrir mörgum árum síðan. Það er eitthvað daufgert og sila- Iegt við hana. Ef til vill gæti ég gert eitthvað til þess að lífga hana upp. í stað þess að búa í gistihúsi eins og ég hafði ráðgert, ætti ég líklega heldur að búa hjá ykkur. Philippe mun hafa bústað nálægt Fairmont-garðinum, til þess að vera nærri sýningarsvæðinu, og Cé- leste, sem er svo lífsreynd, getur vel séð um hann. Það verður því ekki um aðra að ræða en mig og aðra þernuna mína.“ Frú Rogers varð mjög undrandi, en tvö andstæð skaut toguðust þó á um tilfinningar hennar. Hún hafði oft og mörgum sinnum boðið systur sinni að búa hjá sér, en það hafði þó aldrei hvarflað að henni, að hún mundi þiggja það. Þó Iang- aði hana mjög til þess, að Zena vildi þekkjast boðið. En á hinn bóginn bar hún ugg í brjósti um slíka sambúð og einhver illur fyr- irboði sótti að henni. Hún stamaði því ráðaleysislega: „Zena, auðvitað gleður það mig mjög, að þú skulir vilja búa hjá okkur, en við lifum svo óbrotnu lífi og höfum svo lítil húsakynni, að dvöl þín þar hlyti að verða þér óþægileg. Og við eigum enga vini eða kunningja nerna óbrotið al- þýðufólk. Ég verð að viðurkenna það, að ávaxtaís og kökur verða ekki á borðum hjá okkur á hverju kVöldi." „O, það sakar ekkert, ég felli mig vel við það, og það verður þá alveg eins og í gamla daga. Jæja, við skulum nú ekki minnast meira á það. Þetta er þá afráðið. En þið verðið auðvitað að leyfa mér að greiða fyrir dvölina." Þegar Júlía vaknaði morguninn eftir, stóðu atburðir kvöldsins henni fyrir hugskotssjónum eins og fagur og óljós draumur, og hún varð að rifja upp einhver atvik, sem höfðu óumdeilanlega gerzt, til þess að fuílvissa sig um, að þetta hefði ekki verið hugarburður. Hún lá grafkyrr í rúmi sínu, dró yfir- sængina upp að liöku og horfði á þernuna bjástra við eldinn á arn- inum. „Þetta er nú ólíkt notalegra en að verða að fara á fætur í köldu herberginu á morgnana, eins og ég verð að gera heima,“ hugsaði hún. Þetta var í fyrsta sinn, sem henni gafst tækifæri til þess að njóta raunverulegra þæginda. Já, hér var hún niður komin. Auðvitað átti hún að hraða sér á fætur til þess að snæða morgun- verð með hinu fólkinu, en hér lá hún og lét sig dreyma. Pabbi ætl- aði að leggja af stað með lest heim KJARNAR 62 Nr. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.