Kjarnar - 01.02.1948, Page 66
nokkurri fjarlægð og færðist óð-
fluga nær, og svo rann lestin inn á
stöðina. Hann stiklaði af óþolin-
mæði og reyndi að koma auga á
einhvern af fjölskyldu sinni meðal
þeirra, sem komu út úr lestinni, en
hann sá engan. „Guð minn góður,
það var auðvitað rétt eftir þeim
að missa af lestinni," hugsaði hann
með sér, en í sama bili kom hann
auga á tvíburana, sem veifuðu til
hans frá farangursvagninum. í far-
angursvagninum? Hvað gátu þeir
verið að gera þar? Hann hraðaði
sér þangað, en rakst þá því sem
næst á Júlíu og Teresínu. Júlía
heilsaði honum þegar með miklum
fögnuði.
„Þú ættir annars að flýta þér tii
mömrnu og hjálpa lienni, pabbi.
Hún er í farangursvagninum ásamt
tvíburunum," kallaði hún á eftir
honum. „Ég ætlaði að vera þar hjá
henni, en hún vildi ekki leyfa mér
það vegna nýja kjólsins."
„Hvernig gat annars staðið á
þessu,“ sagði hann við sjálfan sig.
.„Gústa að ferðast í farangurs-
vagni?" En hann þurfti ekki að
bíða svarsins lengi. Frú Rogers kom
þarna á móti honum og var auð-
sjáanlega í mikilli geðshræringu.
Hún dró báða rotluhundana á eft-
ir sér í bandi og tvíburarnir trítl-
uðu við hlið hennar.
Hundarnir hoppuðu og geltu í
ákafa af gleði yfir því að vera nú
lausir úr lestinni, og frú Rogers
reyndi að hafa hemil á þeim. Svo
kallaði hún: „Jessi. Þetta hefur
verið hræðileg för. Ég hef orðið að
gæta þeirra alian tímann."
„En góða Gústa, hvernig stendur
á þessu? Því ert þú með þessi dýr
i bandi? Varstu að gæta þeirra fyrir
systur þína?"
Frú Rogers lagði höud að hjarta-
stað, eins og hún ætti örðugt með
að ná andanum. „Ó, Pet, vertu
ekki reiður við mig. Veiztu hvar
ég hef orðið að hýrast alla leiðina
frá New York? í þessurn hrylli-
iega farangursvagni. Lestarþjónn-
inn var svo illa innrættur að vilja
ekki leyfa Snata og Snáða að vera i
farþegavögnunum, og ég gat ekki
fengið af mér að skilja þá eina eft-
ir í farangursvagninum. Þeir hefðu
áreiðanlega dáið af ótta einir í
þessu ókunna landi og skilja ekki
stakt orð i málinu. Zena systir
hefði líka orðið alveg frávita, ef
eitthvað hefði orðið af þeim svona
rétt eftir að hún gaf mér þá.“
„Guð minn almáttugur, Gústa,"
hrópaði Rogers í örvæntingu. „Það
getur ekki verið alvara þín, að ég
eigi að trúa þessari sólarsögu? Áttu
við, að við eigum að eiga þessa
hunda, þessi afstyrmi, þessa ógeðs-
legu eitursnáka? Ég vil það ekki.
Gefðu henni þá aftur."
„Nú, hvers vegna ætti ég að gera
það, Jessi? Þú sagðir þó Zenu, að
þú dáðist að þessum hundum."
KJARNAR
64
Nr. 1