Kjarnar - 01.02.1948, Síða 66

Kjarnar - 01.02.1948, Síða 66
nokkurri fjarlægð og færðist óð- fluga nær, og svo rann lestin inn á stöðina. Hann stiklaði af óþolin- mæði og reyndi að koma auga á einhvern af fjölskyldu sinni meðal þeirra, sem komu út úr lestinni, en hann sá engan. „Guð minn góður, það var auðvitað rétt eftir þeim að missa af lestinni," hugsaði hann með sér, en í sama bili kom hann auga á tvíburana, sem veifuðu til hans frá farangursvagninum. í far- angursvagninum? Hvað gátu þeir verið að gera þar? Hann hraðaði sér þangað, en rakst þá því sem næst á Júlíu og Teresínu. Júlía heilsaði honum þegar með miklum fögnuði. „Þú ættir annars að flýta þér tii mömrnu og hjálpa lienni, pabbi. Hún er í farangursvagninum ásamt tvíburunum," kallaði hún á eftir honum. „Ég ætlaði að vera þar hjá henni, en hún vildi ekki leyfa mér það vegna nýja kjólsins." „Hvernig gat annars staðið á þessu,“ sagði hann við sjálfan sig. .„Gústa að ferðast í farangurs- vagni?" En hann þurfti ekki að bíða svarsins lengi. Frú Rogers kom þarna á móti honum og var auð- sjáanlega í mikilli geðshræringu. Hún dró báða rotluhundana á eft- ir sér í bandi og tvíburarnir trítl- uðu við hlið hennar. Hundarnir hoppuðu og geltu í ákafa af gleði yfir því að vera nú lausir úr lestinni, og frú Rogers reyndi að hafa hemil á þeim. Svo kallaði hún: „Jessi. Þetta hefur verið hræðileg för. Ég hef orðið að gæta þeirra alian tímann." „En góða Gústa, hvernig stendur á þessu? Því ert þú með þessi dýr i bandi? Varstu að gæta þeirra fyrir systur þína?" Frú Rogers lagði höud að hjarta- stað, eins og hún ætti örðugt með að ná andanum. „Ó, Pet, vertu ekki reiður við mig. Veiztu hvar ég hef orðið að hýrast alla leiðina frá New York? í þessurn hrylli- iega farangursvagni. Lestarþjónn- inn var svo illa innrættur að vilja ekki leyfa Snata og Snáða að vera i farþegavögnunum, og ég gat ekki fengið af mér að skilja þá eina eft- ir í farangursvagninum. Þeir hefðu áreiðanlega dáið af ótta einir í þessu ókunna landi og skilja ekki stakt orð i málinu. Zena systir hefði líka orðið alveg frávita, ef eitthvað hefði orðið af þeim svona rétt eftir að hún gaf mér þá.“ „Guð minn almáttugur, Gústa," hrópaði Rogers í örvæntingu. „Það getur ekki verið alvara þín, að ég eigi að trúa þessari sólarsögu? Áttu við, að við eigum að eiga þessa hunda, þessi afstyrmi, þessa ógeðs- legu eitursnáka? Ég vil það ekki. Gefðu henni þá aftur." „Nú, hvers vegna ætti ég að gera það, Jessi? Þú sagðir þó Zenu, að þú dáðist að þessum hundum." KJARNAR 64 Nr. 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.