Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 76
handa þér. Hún er gómsæt og hress-
andi, og þér líður betur, þegar þú
ert búinn að borða hana."
Ágúst Palmer, læknir. Eða ætti
hann kannske að kalla sig Ágúst L.
Palmer? Kannske L. fyrir Lincoln
eða C. fyrir Caesar? Hvernig mundi
nafnið C. Ágúst Palmer hljóma?
Hann hristi höfuðið. Nei, það var
fráleitt. Það mundi aðeins verða til
trafala að lengja nafnið. Hann
reyndi að gera sér í hugarlund,
hvemig nafnið sitt mundi líta út á
prentuðum bréfhaus læknisins.
Hann reyndi að gera sér í hugar-
lund alla framtíð sína og heimili.
Heimilið mundi verða ákaflega líkt
í sniðum og hjá Rogers-fjölskyld-
unni, en yfir dyrunum á húsi hans
mundi verða dálítið skilti með á-
letruninni: Ágúst Palmer, læknir.
Þau Sína mundu auðvitað verða
að byrja búskapinn með aðsjálni
og sjálfsafneitun. Þau mundu ekki
geta leyft sér þann munað að ráða
yfir eins miklu húsnæði og for-
eldrar hennar. En þau mundu setja
markið hátt — fjórar hæðir og sval-
ir. Auðvitað byggju þau ekki hér
í Kensington, heldur nær miðborg-
inni, ef til vill í Franklín-hverfinu
eða við Sprucestræti, rétt við
sjúkrahúsið. Svoætlaði hann að eiga
fjóra hesta, tvo handa Sínu, fjör-
uga gæðinga, og svo trausta vagn-
hesta handa sér í læknisferðir. Þeir
mundu verða annálaðir um allt
nágrennið og kallaðir „læknishest-
arnir".
Ágúst var niðursokkinn í þessa
framtíðardrauma, unz hann náði
dyrum Rogers-húss, en þá réðust
allar gömlu efasemdirnar að hon-
um aftur. Hann gat verið ákveðinn
og boðið öllu byrginn alls staðar
annars staðar, en þegar hann leit
Teresínu augum, kiknaði hann all-
ur. Hann reyndi að kalla aftur fram
í hugann alla framtíðardraumana,
sem hann hafði skapað um sig og
Teresínu. í þetta sinn ætlaði hann
að vera öruggur. Hann ætlaði ekki
að gefa henni neitt tækifæri til að
sniðganga hann. Hvað var annars
orðið áliðið? Hann þrýsti svo fast
á dyrabjölluna, að hann heyrði
greinilega hringingu hennar inni
í eldhúsinu. Þegar dyrnar voru að
lokuð opnaðar eftir órabið, að hon-
um fannst, var það Júlía, sem kom
til dyra, en ekki Sína, eins og hann
hafði vonað.
Við fyrsta tillit datt honum í
hug, að Júlía væri sjúk, en svo tók
hann eftir því, að hún hafði verið
að gráta, þótt hún brosti hugdjörf,
er hún bauð honum að ganga inn.
Hann horfði í kringum sig í for-
stofunni, sem var alskipuð öllum
þeim húsmunum, sem liann þekkti
svo vel. Júlía stóð við hlið hans,
er hann bar upp spurnínguna, sem
lá honum þyngst á hjarta.
„Hvar er Sína? Ég var búinn að
vonast eftir, að hún kæmi að skóla-
KJARNAR
74
Nr. 1