Kjarnar - 01.02.1948, Qupperneq 79
þá staðreynd, sem kvenlegur næm-
leiki hennar hrópaði þó hástöfum
um. Jessi og Zena frænka voru auð-
sjáanlega tekin að hafa óþarflega
mikinn áhuga hvort fyrir öðru.
Hann blátt áfram stökk upp af
stólnum, þegar hún kom inn í stof-
una. Hann kallaði hana „kæru
Zenu“ í öðru hverju orði, en það
cr þó ávarp, sem fáir eiginmenn
nru vanir að nota við mágkonur
sínar. Það var líka auðséð, að Zena
snerist um hann eins og býfluga um
blóm. Hun lagaði hálsbindið hans
af mikilli altið, eða lagfærði svæfil-
inn undir höfði hans og burstaði
ryk af jakkanum hans. Slíkt hefði
árciðanlega ergt hann, ef einhver
annar hefði gert það.
Frú Rogers handlék saumana
vcnju fremur harðneskjulega. Hún
var að reyna að sækja í sig veðrið.
Hún vonaði, að sér gæfist tækifæri
til þess að segja Jessa ærlega til
syndanna og reka Zenu síðan burt.
Hún vissi þó með vissu, að hún
mundi hvorugt gera, hvað sem í
skærist — nema eitthvað enn verra
kæmi þá fyrir.
f’að var óvenjulega heitt 1 veðri,
°g hitinn jók óróa hennar.
Maður hennar hefði þó orðið
harla undrandi, ef hann hefði vitað
um hugsanir hennar þessa stund-
ina. Honum féll vel við Zenu, það
gerði hann sér ljóst. Hún var svo
lík Gústu i eldmóði sínum, skap-
hita og hverflyndi. Á hinu langa
Nr. 1
skeiði hjónabandsins var það ekki
andlitsfegurð eða vaxtarprýði kon-
unnar, né heldur greind eða glað-
værð, sem hélt hylli eiginmannsins
fastri, heldur geðbrigði hennar, svo
að því væri líkast sem hann væri
giftur mörgum ólíkum persónum,
sem ættu bústað í sama líkama, en
réðu þar húsurn til skiptis.
Þessa stundina var hann að lag-
færa ýmislegt við ávaxtatrén í garð-
inum. Hann byrjaði oft á því
snemma á vorin, en tókst sjaldan
að Ijúka því alveg í tæka tíð. Zena
stóð þar skammt frá í skugga
trjánna og rétti honum þau áhöld,
sem hann þurfti að nota hverju
sinni.
„En sá hiti. Hann ætlar alveg að
gera út af við mann. Ég hef aldrei
lifað eins heitan júnímánuð," sagði
herra Rogers. Hann þerraði enni
sitt með vasaklút, nuddaði af hönd-
um sér í buxnaskálmina og sagði
síðan: „Réttu mér naglbítinn,
Zcna.“
- Hún greip hann og rétti upp til
hans, en stöðvaði þó aldrei orða-
strauminn. „Ó, þannig var það á
þeim gömlu og góðu dögum, Jessi
Ég var ung ekkja þá, og margir
menn voru mér góðir. Þeir dagar
koma aldrei aftur. Til allrar ham-
ingju átti ég nóga peninga, svo að
ég þurfti ekki að vera neinum háð.
O-jæja, ég býst við, að við eldumst
öll.“ Hún andvarpaði þungt og tók
aftur við naglbítnum.
77
KJARNAR