Kjarnar - 01.02.1948, Side 85

Kjarnar - 01.02.1948, Side 85
Teresína verður . . .“ Hún var komin á fremst hlunn með að segja „alveg æf“, en sá að sér í tíma. Hún vildi vera fullkomlega heiðarleg gagnvart systur sinni. Hún þagði andartak eins og hún ætti 1 nokkurri baráttu við sjálfa sig, en sagði svo: „Nei, ég held ég geti það ekki." „Getir það ekki,“ sagði Philippe. „Þú ert þó systir Teresínu, og í þann veginn að verða mágkona mín. Það er sannarlega ekkert ó- heiðarlegt við það frá minni hálfu, þó að ég bjóði Jrér á sýninguna með mér í stað hennar, eða finnst þér það?" „En Sína . . .“ „Ég er viss um, að Sína hefur ekkert við það að athuga, eða hvers vegna ætti hún að hafa það? Hen ii mun meira að segja þykja vænt um, að þú farir með mér í hennar stað." Júlía var enn á báðum áttum, en svo herti hún upp hugann, eins og hún hafði raunar alltaf vitað, að hún mundi gera og sagði: „Jæja, Philippe, ég skal fara með þér. Mig langar meira að segja mjög til þess. Bíddu aðeins andartak, meðan ég set á mig hatt og fer í kápu.“ Júlía var svo ólík eldri systur sinni. Þegar Philippe bauð Terc- sínu eitthvert út með sér, setti hún ttpp óanægjusvip og sagði: „Hvers vegna viltu það? Mig langar ekki mjög til þess," eða „Það held ég ekki, ég hef dálítinn höfuðverk." Ea Júlía var reiðubúin þegar í stað. Hann þurfti aðeins að stinga upp á einhverju, og þá sagði hún: „Já, Philippe, það skulum við gera. ‘ Það var engu líkara en hún væri einmitt að biðja hann um það, sem hann sjálfan langaði mest til að gera. Þau fylgdu fremur afskekktum stígr.ii alveg að ástæðulausu, Þau gengu út í afkima sýningarsvæðis- ins. Hverjum hefði til dæmis dottið x hug, að þau færu að leggja á sig að ganga út í ostasýningarskálann, sem var í útjaðri sýningarsvæðisins? Þannig reikuðu þau um sýningar- svæðið og skoðuðu eitt af öðru. Að lokum, þegar þau voru bæði orðin dálítið þreytt á þessu labbi stakk Philippe upp á því, að þau færu og heimsæktu Shanty-town. Hann bjóst reyndar varla við því, að sú uppástunga hans yrði sam- þykkt, en Júlía sagði aðeins: „Já, Philippe, það skulum við gera.“ Þar voru fjölleikahús og dans- salir, kabarettir og hvers konar sýningar. Júlía sá þarna margt, sem hún hafði aldrei séð áður, en síðan héldu þau heim á leið. Þau gengu í áttina til Richmond- stöðvarinnar og nutu veðurblíð- unnar. Þau hlógu innilega og ræddu saman í bróðemi. Síðan stigu þau upp í sporvagn- Nr. 1 83 KJARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.