Kjarnar - 01.02.1948, Page 91

Kjarnar - 01.02.1948, Page 91
hún ekki geta að sér gert að leita Philippe uppi. Að lokum ákvað hún að fara með sporvagninum til Rithmond og ganga þaðan til hátíðasvæðisins. Hún dáðist að náttúrufegurðinni og gekk hægt eftir stígunum, sem lágu meðfram Schuylkill. Föt hennar voru sérstaklega vel fallin til gangs. Kjólfaldur hennar nam aðeins við jörð, og skór hennar náðu hátt upp á legginn, en það olli því, að hún þreyttist síður á göngunni. Já, hún var vel fær um að fá sér langa göngu þarna í garð- inum. Hún hafði líka haft með sér regnhlífina sína, sem líka var not- uð sem sólhlíf. Þótt sólin skini ekki heitt enn þá, gat verið hætta á sterku sólskini. Hún var nú komin inn á Elm Avenue, sem iðaði af fólki. Fáfarin hliðargata lá út frá aðalgötunni á aðra hönd, en henni fannst hún of einmanaleg og hélt áfram eftir að- alstrætinu. Hver gat vitað nema emhver óvalinn þorpari biði færis bak við runna að ráðast á einsamla konu. Það var meira öryggi að ganga hér í margmenninu á stræt- mu. Hún gekk drjúgan spöl enn, °g kom þá að þvergötu, sem henni virtist álitlegri. Þar voru nokkrar manneskjur á gangi, og ef hún hefði veitt þeim nánari athygli, hefði hún séð, að þær gengu allar 1 sömu átt og virtust eiga eitthvert ákveðið erindi. Stígurinn lá niður Nr. 1 að ánni, og brátt sá hún, að hann lá fram á hafnarbakka við Schuyl- kyll. Einn þessara litlu gufubáta lá þar ferðbúinn. Slíkir bátar fóru stuttar ferðir urn ána með skemmti- ferðafólk. Hún gekk hugsunarlaust út á landgöngubrúna og ætlaði að skoða bátinn, en í sama bili var hringt til brottferðar og landfestar leystar. Henni hafði síður en svo dottið í hug að fara í bátsferð, en nú var of seint að hugsa um það, og ekki hægt að snúa við. Þarna var margt fólk og meira að segja nokkrir, sem hún kannaðist við, og það jók öryggiskennd henn- ar. Sólhlífin var nú algerlega ónauð- synleg í svalanum úti á ánni, svo að hún hafði lagt hana saman um leið og báturinn lagði frá landi. Hún gekk yfir þilfarið þangað sem skugga bar á. Þar kom hún auga á mann, sem var að minnsta kosti eins hár og herðabreiður og faðir hennar. Hún gerði sér í hugar- lund, að það væri Philippe, og þau væru að sigla saman, ef til vill i brúðkaupsferð. Hún blygðaðist sín þó fyrir að láta sér detta þetta i hug og var þakklát fyrir að mað- urinn skyldi snúa sér frá henni, svo að hann sá ekki, hve hún roðnaði. Hún gat þó ekki stillt sig um að gera sér í hugarlund, hvað hún mundi segja við hann: „Littu á, Philippe. Þessi flutn- ingsbátur er svo snoturlega málað- 89 KJARNAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.