Kjarnar - 01.02.1948, Page 96

Kjarnar - 01.02.1948, Page 96
lexía. Hún hafði séð Gústa nokkr- um sinnum þessa daga, og hann var jafntrúr aðdáandi hennar sem alltaf áður. Enginn efaðist um sanna ást hans. Aumingja Gústi, ef til vill átti hann skilið eitthvað meira, en hún var fær um að gefa, en hann hafði þó tekið með gleði að fá að sjá hana aftur og umgang- ast hana á svipaðan hátt og áður. Teresínu fannst brátt, að hún mætti vel við una. Hún var falleg um það var ekki að villast, og Júlía, sem ætíð hafði verið talin svo miklu betri stúllca en hún, hafði nú hlaupizt á brott með manni. Tere- sína fann ekki lengur til neinnar reiði, og huggaði sig við það, að hún hefði raunar lítils misst. Hún taldi sér trú um, að hún hefði aldrei notið neinnar hamingju i návist Philippes. „Ég naut aldrei svo mikillar gleði allan tímann, esm ég var með Philippe, eins og ég öðlaðist hjá Gústa í gærkvöldi," sagði hún við sjálfa sig. Móðir hennar kom í þessu inn úr eldhúsinu. „Ég vildi að mamma hætti að horfa á mig eins og hún búist við því að ég gangi af vitinu á hverri stundu,“ hugsaði hún með sér. „Getur hún ekki skilið, að þetta er allt um garð gengið, og mér þykir vænt um það?“ „Sína, komdu að borða," sagði móðir hennar og truflaði hana f hugsunum sínum. „f>ú verður að borða vel, svo að þú missir ekki heilsuna, barn.“ „Það er alls ekkert að mér, mamma. Ég var að hugsa um allt annið. Gústi var að syngja nýtt lag fyrir mig 1 gærkvöldi, og ég var að reyna að rifja það upp.“ Georgína litla leit upp stórum sakleysisaugum og sagði: „Ó, var það lagið, „Bíddu mín við kirkj- una“, Sína? Það er svo þunglynd- islegt." Georgim kom á harða spretti upp stigann og hrópaði, móð og másandi: „Þau eru komin, þau eru komin. Þau voru að aka heim að húsinu, og þau eru búin að gifta sig. Ég sé það á andlitinu á þeim.“ Frú Rogers brá svo rnjög við þessar miklu fréttir, að hún kom blátt áfram ekki upp nokkru orði. Að lokum stundi hún: „Þetta barn veit miklu meira en holt er fyrir barn á hennar aldri. Hún reynir alltaf að hlusta á samtal fullorðna fólksins. Ég verð að setja duglega ofan í við hana seinna.“ Hún gekk fram og greip um leið í jakka manns síns. , Komdu fram i forstofuna, Jessi,1' skipaði hún. „Við skulum taka á móti þeim, cins og þau eiga skilið. Þau hafa hagað sér smánarlega og tg held að það sé réttara að fyrir- gefa þeim ekki alltof fljótt.“ KJARNAR 94 Nr. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.