Kjarnar - 01.02.1948, Page 98

Kjarnar - 01.02.1948, Page 98
Bréfið var alltorskilið eins og venjulegt var. Annaðhvert orð var undirstrikað og bréfið allt margar síður. Herra Rogers var lengi að fullvissa sjálfan sig um það, að hann hefði skilið það rétt. Þó virt- ist enginn vafi á þvi, að Zena frænka hafði lent í einu ástaræv- intýrinu enn. Öll fjölskyldan hafði safnazt um heimilisföðurinn, og hann reyndi af fremsta megni að stauta sig fram úr bréfinu. „... Skipið, sem ég fór með yfir hafið, var ágætt, og þegar vindur var liagstæður voru dregin upp segl til þess að létta undir með vélunum. Þá var það, að þessi á- gæti maður ávarpaði mig. Hann var bæði skemmtilegur og gáfaður. Það kom á daginn, að hann var skip- sijóri og hafði verið góðkunningi skipstjóra eins, sem ég þekkti áður fyrr og látizt hafði í Austurlöndum. Þetta styrkti samband okkar enn meir, svo að við ræddum mikið saman það sem eftir var leiðarinn- ar. Þegar við áttum eftir tveggja daga siglingu til La Havre hreppt- um við óveður, og ég er viss um, að skipið mundi hafa farizt, ef Porter skipstjóri, vinur minn, hefði ekki boðið ksipstjóranum á skip- inu aðstoð sína, og þáði hann hana með þökkum. Og honum tókst að bjarga skipinu. Já, þetta var traust- ur og gáfaður maður og meira að segja kvekari.“ „Já, auðvitað kvekari, það var svo sem ekki að sökum að spyrja," sagði frú Rogers. Herra Rogers hnussaði fyrirlit- lega. „Hvernig á ég að geta lesið bréfið, þegar alltaf er verið að trufla mig, Gústa? Nú er ég ein- rnitt að komast að aðalefninu. Ætl- ið þið að gefa mér hljóð, svo að ég geti lokið við bréfið, eða verð ég að skilja við systur þína hér mitt i fárviðrinu?" „Nei, blessaður haltu áfram með það fyrir alla muni.“ „Hún segir, að hún hefði aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta þennan mann, ef þín hefði ekki notið við, Gústa, og hún segist senda þér, — segist senda þér ...“ Hann stamaði og munnur hans stóð opinn um stund, og kona hans fórnaði höndum og sagði: „Guð minn góður. Hvað getur það verið, sem Zena frænka skrifar og fær svona mikið á Jessa?“ En nú var þolinmæði manns hennar með öllu lokið. Hann sagði reiðilega: „Vegna þessara sífelldu truflana hefur mér ekki tekizt að segja þér það, frú Rogers, að systir þín er byrjuð á nýjan leik. Síðast gaf hún þér rottuhundana, og nú segist hún senda þér — þetta.“ Hann hélt bréfi Zenu frænku hátt á loft milli tveggja fingra. „Hún segist senda þér, sem sátta- gjöf —“ hann þagnaði sem snöggv- ast og las svo áfram með þungum Framh. á bls. 128. KJARNAR 96 Nr. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.