Kjarnar - 01.02.1948, Side 104
um nokkrar tekjur af. Hann dvelur líka oft í tjöldum
þeirra og fer stundum með þeim í ferðalag og sést ekki
heila viku. Það er einnig áköf ástríða hans að hafa hjá
sér ýmis indversk dýr, og nú sem stendur hefur hann hjá
sér veiðihlébarða og bavían-apa. Þessi dýr ganga frjáls
um húsið og landareignina og valda þorpsbúum miklum
ótta, engu síður en eigandi þeirra. Þér getið ímyndað yð-
ur, að við Júlía systir mín höfðum af þessu mikið and-
streymi í lífinu. Hún dó fyrir tveim árum, og það er ein-
mitt um dauða hennar, sem mig langar til að ræða við
yður.
Frænka okkar, Honoria Westphail að nafni, átti heima
skammt frá Harrow, og við fórum þangað oft í stuttar
heimsóknir. Júlía kynntist þar foringja úr flotanum og
lofaðist honum. Stjúpfaðir minn virtist ekki gefa þessari
tilvonandi giftingu neinn gaum, en hálfum mánuði áður
en vígslan átti að fara fram, skeði hryllilegur atburður.“
Sherlock Holmes hafði hallað sér aftur í stólnum, lagt
aftur augun og látið höfuðið síga niður á brjóstið. En nú
opnaði hann augun til hálfs og leit á konuna.
„Gerið svo vel að segja nákvæmlega frá öllum smáat-
riðum í sambandi við þetta,“ sagði hann.
„Já, það er mér mjög auðvelt, því að hvert smáatriði
er greipt í minni mitt. Aðeins ein álma þessa gamla húss
er nú höfð til íbúðar. Svefnherbergin eru á neðstu hæð-
inni. Fremst er herbergi Roylotts læknis, næst herbergi
systur minnar, og hið þriðja er mitt. Það er enginn Sam-
gangur á milli þeirra, en dyr þeirra opnast allar fram
í sömu forstofuna. Hef ég lýst þessú nógu vel?“
„Já, ágætlega.“
„Gluggar herbergjanna opnast allir út að grasflöt í
kjarnar 102 Nr. 1