Kjarnar - 01.02.1948, Page 109
„Já, það var rétt gert af yður.“
Nú varð löng þögn. Holmes studdi hönd undir kinn og
horfði í glæðurnar á arninum.
„Þetta virðist vera töluvert flókið mál,“ sagði hann að
síðustu. „Væri hægt að koma því í kring, að við kæmum
til Stoke Moran í dag og fengjum að sjá öll þessi herbergi
án vitundar stjúpföður yðar?“
„Já, ég man það núna, að hann talaði um að fara hing-
að til borgarinnar í dag, svo að það getur vel verið, að
þetta sé vandalaust.“
„Jæja, það er ágætt. Þá munum við koma báðir. Hvað
setlizt þér nú sjálf fyrir?“
„Ég þarf að gegna nokkrum smáerindum í borginni, en
fer svo heim með lestinni klukkan tólf, og ég hlakka til að
fá að sjá ykkur heima hjá mér í kvöld.“
Konan reis nú á fætur, dró blæjuna aftur fyrir and-
litið, og gekk út úr stofunni.
„Hvert er nú álit þitt um þetta mál, Watson?“ spurði
Sherlock Holmes og settist aftur í stól sinn.
„Mér virðist þetta vera svo flókið og dularfullt mál,
að ógerlegt sé að leysa úr því,“ sagði ég.
„Já, bæði flókið og dularfullt. En hvert er álit þitt um
þetta dularfulla blístur, og orð hinnar deyjandi konu?“
„Mér er hvort tveggja óskiljanlegt.“
„Ef við setjum saman í eina heild hugmyndina um
blístrið um nóttina, nærveru systranna, orð hinnar deyj-
andi konu um dröfnótta lindann og að lokum málmhljóð-
ið, sem Helen Stoner þóttist heyra og hefur hlotið að vera
frá gluggaslá, sem féll í far sitt aftur, þá held ég að takast
^egi að finna leiðina að lausninni.“
„En hvað álítur þú þá, að tatararnir hafi gert?“
Nr. 1
107
KJARNAR