Kjarnar - 01.02.1948, Blaðsíða 122
hreyfast, og út úr hári mannsins gægðist demantlaga
nöðrukollur og glóði í stingandi höggormsaugun.
„Það er dýjanaðrasagði Holmes. „Banvænasta naðr-
an sem til er í Indlandi. Hann hefur dáið innan tíu sek-
úndna, frá því hún hjó hann. Við skulum koma þessari
illvætt inn í fylgsni sitt sem fyrst aftur, og þá getum við
farið að hugsa um að koma ungfrú Stoner á einhvern ör-
uggari stað og láta lögregluna vita um það, sem hér hef-
ur skeð.“
Hann dró hundasvipuna hvatlega af hnjám dauða
mannsins, sveiflaði henni síðan, svo að hún vafðist utan
um háls höggormsins, sem teygði sig út úr hári læknisins.
Síðan bar hann nöðruna í svipuólinni að skápnum, kast-
aði henni inn og skellti hurðinni aftur.
Þannig eru staðreyndirnar um dauða Grimesby Roy-
lotts læknis í Stoke Moran. Hið litla sem ég fékk enn að
vita um þetta mál, sagði Holmes mér daginn eftir.
„Ég hafði fyrir löngu komizt að þeirri mikilsverðu nið-
urstöðu, Watson minn, að það er hættulegt að draga á-
lyktanir af of lítilli vitneskju. Nærvera tataranna og
notkun orðsins „lindi“ leiddu mig á villugötur. En ég
komst aftur á rétta leið, þegar ég sá bjöllustrenginn og
loftrásaropið. Sú uppgötvun, að rúmið var neglt fast við
gólfið, gaf mér þá hugmynd, að strengurinn ætti að vera
klifurband fyrir eitthvert kvikindi, sem kæmi í gegnum
gatið og væri ætlað að fara ofan í rúmið. Mér datt þá
slanga þegar í hug, vegna þess, að læknirinn hafði svo
mikið dálæti á indverskum dýrum. Sú hugmynd að beita
nöðru, sem drepur með eitri, sem ekki finnst í líkama
fórnardýrsins við venjulega læknisrannsókn, hlaut að
KJARNAR
120
Nr. 1