Kjarnar - 01.02.1948, Page 129
því að hún þóttist viss um, að hann væri nú þarna ein-
hvers staðar meðal áhorfendanna.
Þetta fékk fulla staðfestingu, er hún tók upp lítinn
vönd kýprusblóma meðal þeirra mörgu blómvanda, sem
keisaradrottningin og hirðfólkið kastaði upp á leiksvið-
ið til hennar. Henni fannst þessi litli blómvöndur vera
tákn um sorg og örvæntingu eða fyrirboði dauðans.
Mitt í kvíða þessarar óvissu barst henni bréf frá leik-
hússtjóranum við konunglega leikhúsið í Leipzig. Þar
var henni boðin hin ákjósanlegasta staða. Fulltrúi leik-
hússins var þarna staddur og hafði samningsuppkastið
meðferðis. Consuelo vildi helzt yfirgefa Vín um þessar
mundir, því að óheppnin virtist elta hana þar.
Þar sem Porpora hafði komið bréfi hennar til Alberts
fyrir kattarnef, varð hann nú að falsa svarbréf frá hon-
um. Það gerði hann, og í því bréfi lét hann Albert hafna
öllum frekari kynnum við Consuelo.
Hún bar fullkomið traust til kennara síns og grunaði
ekki að bréfið væri falsað. Hún tók því hinu góða boði
um að syngja í Leipzig og lagði af stað til Þýzkalands
örvilnuð og buguð.
Þá vildi svo til, að Friðrik mikli Prússakonungur var
þar á ferð í dulargerfi. Hann hitti hana og varð þegar svo
hrifinn af henni, að hann gaf fyrirskipanir um það, að
hún skyldi koma til höfuðborgarinnar, en Porpora skyldi
sendur aftur til Vínar.
Þessar ráðagerðir fóru þó allar út um þúfur, því að
Rudolstadt barón, frændi Alberts greifa, bar henni orð-
sendingu þess efnis, að ungi maðurinn væri að dauða
kominn og þráði það heitt, að fá að sjá hana, áður
Nr. 1
127
KJARNAR