Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 03.04.1986, Síða 23
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3.APRÍL 1986 23 Góð aðsókn hjá Pétri Friðrik MJÖG góð aðsókn hefur verið að málverkasyningu Péturs Frið- riks sem haldin er í Listveri, nýjum sýningarsal á Austurbraut 6, Seltjamamesi, (á bak við sparisjóðinn). Pétur Friðrik sýnir 74 myndir og hafa 27 selzt. Sýningin er opin frá kl. 16—22 rúmhelga daga en frá kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur nk. sunnu- dagskvöld. T .istjimaðurínn við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Ól.K-M. Hveragerði: Listi Sjálfstæðis- flokksins ákveðinn A ALMENNUM félagsfundi í sjálfstæðisfélaginu Ingólfi i Hveragerði, sem haldinn var i Hótel Ljósbrá 24. mars si. var lagður fram listi félagsins, fyrir kosningar á komandi vori. Var hann einróma samþykktur. Prófkjör fór fram 1. mars sl. og er listinn í öllu óbreyttur frá niður- stöðum þess. Prófkjörið var opið öllum stuðningsmönnum Sjálfstæð- isflokksins og þeim félögum í sjálf- stæðisfélaginu Ingólfi, sem náð höfðu 16 ára aldri á prófkjörsdaginn. Atkvæði greiddu 250. Listinn er þannig skipaður. I. Hafsteinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, 2. Alda Andrésdóttir, bankafulltrúi, 3. Hans Gústafsson, garðyrkjubóndi. 4. Marteinn Jóhann- esson, byggingameistari, 5. Ólafur Óskarsson, byggingameistari, 6. Bjöm Pálsson, verkstjóri, 7. Pamela Morreson, húsmóðir, 8. Páll Guð- jónsson, nemi, 9. Erla Alexanders- dóttir, sölumaður, 10. Bjöm Sigurðs- son, garðyrkjubóndi, 11. Gunnar Davíðsson, kaupmaður, 12. Ævar M. Axelsson, jámsmíðameistari, 13. Helgi Þorsteinsson, múrarameistari, 14. Gunnar Kristófersson, pípulagn- ingameistari. Til sýslunefndan Helga Baldurs- dóttir, talsfmavörður, og til vara: Þormóður Torfason, bókari. í hreppsnefnd Hveragerðis eiga sæti 7 fulltrúar, þar af em 4 frá Sj álfstæðisflokknum. Sigrún WALCHSEE Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Samband við söluskrifstofur í Lækjargötu, Hótel Esju og Álfabakka 10 í síma 690100. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIDIR Walchsee er lítið tírólskt þorp í Austurríki, örskammt frá landamærum Vestur-Þýskalands. Nafn sitt dregur þorpið af stóru og fallegu stöðuvatni sem það stendur við. I Walchsee eiga stórar og smáar fjölskyldur sæla daga. Þeir sem leita hvíldar og endurnæringar geta slakað á í rólegu og þægilegu umhverfi. Fyrir þá athafnasömu eru næg verkefni. Vatnið er skemmtilegur leikvangur og í þorpinu eru m.a. tennisvellir, keilu- og minigolfvellir. Þá er tilvalið að leigja bíl og heimsækja Salzburg, Innsbruck eða Miínchen. Aðeins 400 km eru til Vínarborg- ar og 450 km til Feneyja á Ítalíu. Flugleiðir bjóða farþegum sínum ýmsa möguleika í gistingu, á íbúðahótelum og gistihúsum. Flogið er í beinu áætlunarflugi til Salzborgar, þar sem rútur og bílaleigubílar bíða farþeganna. Fararstjóri í Walchsee er Rudi Knapp. * Miðað við verðtímabilið 3. júll til 21. ágúst 1986. Verð fyrir einstakling. miðað við 2 l íbúð á fbúðahótelinu llgerhof f 2 vikur, og flug báðar leiöir. kr. 22.353.-* WALCHSEE ER NÝR SUMARSTAÐUR FLUGLEIÐA í AUSTURRÍKI ■MMHBMBMMNMMMMMMMHMMMMM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.