Morgunblaðið - 03.04.1986, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 03.04.1986, Qupperneq 49
fylgin sér en ávallt reiðubúin að líta á málin frá fleiri hliðum. Launaleg- ur ávinningur var enginn því for- mannsstarfið var ólaunað, en ómælt álag var það fyrir fjölskyldu og heimili því þar fór starfsemin fram. í bók sinni „Hjúkrunarsaga" hefur María Pétursdóttir eftirfar- andi orðrétt eftir frú Sigríði sem hún skrifaði á aldarfjórðungsaf- mæli félagsins: „Lá þá fyrst fyrir að hefjast handa um hjúkrunamám- ið, en það mál var erfitt viðureignar vegna skorts á sjúkrahúsum í landinu. Var þá tekið það ráð að komast að samkomulagi við þau sjúkrahús, sem höfðu lærðar yfir- hjúkrunarkonur, um að nemendur dveldu vissa tíma á hveijum stað, 2 ár í heild, og yrðu síðan sendir til Danmerkur til 18 mánaða fram- haldsnáms. Það er ekki fyrr en árið 1930, með stofnun Landspítalans, að hjúkrunarkonum var gert kleift að læra hér heima. Stofnun Landspít- alans var því mikið hjartans mál fyrir íslenskar hjúkrunarkonur og áhugi mikill." Frú Sigríður beitti sér ötullega í þeim málum. Hún skrifaði öllum þeim konum er stunduðu hjúkrun- arstörf á landinu og hvatti þær til að hafa áhrif á þingmenn kjördæm- isins í Landspítalamálinu. Væru þeir ekki hlynntir því ættu þær ekki að kjósa þá. Þá var ekki síður mikið metnaðarmál fyrir íslensku hjúkrunarstéttina að hafa á að skipa vel menntuðum hjúkrunar- konum þegar hinn nýi spítali tæki til starfa og mótaði félagið tillögur um menntun hjúkrunarkvenna. Þessar tillögur um nám á Landspít- alanum voru samþykktar óbreyttar. Hjúkrunarskóli Islands er síðan stofnaður árið 1931 og var frú Sigríður Eiríksdóttir, þá sem endra- nær, ötull stuðningsmaður að efla og styrkja hjúkrunamámið eftir kröfum hvers tíma. Málefni, sem félagið beitti sér fyrir í fyrstu voru mörg og róðurinn oft erfiður. Aðbúnaður og kjör hjúkrunarkvenna voru bágborin og lítill skilningur á að bæta þau. Fé- lagið kom fljótt á laggimar nefnd sem var falið það verkefni að semja launataxta hjúkrunarkvenna. En við ramman reip var að draga, kom þar til takmarkaður skilningur á nauðsyn sérmenntunar og hæfni til hjúkrunarstarfa, ásamt skilnings- leysi almennt á að hjúkmnarstörf þyrfti að launa. Ekki bætti það heldur að konur fengu yfírleitt lægri laun en karlar. Það var erfitt og vandasamt verk að standa í forystu fyrir bættum kjömm. En ekki dugði að láta deigan síga, enda hélt frú Sigríður ótrauð áfram að vinna að hverskonar réttlætismálum hjúkr- unarkvenna, má þar t.d. nefna stofnun Lífeyrissjóðs hjúkmnar- kvenna árið 1943. Hjúkmnarkonur á Norðurlöndum stofnuðu með sér bandalag árið 1920. ísland gerðist aðili að sam- bandinu árið 1923. Norræna sam- vinnan var mikil lyftistöng fyrir hjúkmnarkonur á íslandi þá og er það enn. Mikinn stuðning fengu hinar íslensku hjúkmnarkonur í að móta tillögur um námið hér heima, einnig hvað varðaði fagleg málefni og kjör stéttarinnar. Frú Sigríður starfaði alla tíð mikið á þeim vett- vangi, sat í stjón samtakanna 1924—1965 og formaður var hún tímabilið 1939—1945. Hún var þar heiðursfélagi og einnig allra hjúkr- unarfélaganna á Norðurlöndum. Frú Sigríður var ennfremur virkur fulltrúi síns stéttarfélags í Alþjóða- sambandi hjúkmnarkvenna sem er elsta alþjóðastéttarfélag kvenna, stofnað 1899. Hún var fulltrúi í Heimsfriðarráðinu (World Council of Peace) fráárinu 1952. Frú Sigríður skrifaði um heil- brigðis- og þjóðfélagsmál í blöð og tímarit og flutti mörg útvarpserindi um þessi mál á tímabilinu 1934 til 1955. í íjolda ára kenndi frú Sigríður heirnilishjúkmn og heilsufræði í Kvennaskólanum og Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Atorkukonur sem þar stýrðu málum töldu án efa mikinn feng í því að jafn menntuð kona og víðsýn legði þar hönd á plóg með að fræða ungar stúlkur, MORGUNBLAÐffi, FIMMTUDAGUR 3Í APRlL 1986 49 enda átti hún alla tíð gott með að ná til og umgangast unga fólkið. Frú Sigríður Eiríksdóttir fæddist 16. júní 1894 í Miðdal, Mosfells- sveit. Móðir hennar var Vilborg Guðnadóttir, húsfreyja frá Keldum í Mosfellssveit. Faðir hennar var Eiríkur Guðmundsson, bóndi í Mið- dal, síðar trésmiður í Reykjavík. Sigríður stundaði nám í Verzlunar- skóla íslands árin 1911 og 1912 auk tungumálanáms í ensku, frönsku og þýsku í einkatímum. Að námi loknu starfaði hún við verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík. Árið 1918 lá leiðin til Danmerkur, þar stundaði frú Sig- ríður hjúkmnamám í þrjú ár og framhaldsnám í hjúkmn í fæðingar- og handlækningadeild í 6 mánuði við Rudolfinerhaus í Vínarborg árið 1922. Heim kom hún árið 1922 og hóf störf hjá Hjúkmnarfélaginu Líkn. Einstakur starfsferill hennar og brautryðjendastörf vom virt og þökkuð. Frú Sigríður var sæmd Florence Nigthingale-orðunni árið 1949, æðsta heiðursmerki Alþjóða Rauða krossins, og árið 1965 sæmdi forseti íslands hana riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hjúkmnar- og heilsuvemdarstörf. Frú Sigríður var gerður heiðurs- félagi Krabbameinsfélags Reykja- víkur á 30 ára afmæli félagsins árið 1979. Árið 1926 giftist frú Sigríður Finnboga Rúti Þorvaldssyni, pró- fessor í verkfræði við Háskóla ís- lands. Vom þau hjón að allra sögn afar samhent og studdu hvort annað. Finnbogi lést í janúar 1973. Ekki fóm böm þeirra hjóna var- hluta af störfum móðurinnar, og andstætt öðmm borðstofuborðum þess tíma, flaut þeirra borðstofu- borð í pappímm og skjölum ásamt ritvél frú Sigríðar. Þau hjónin eign- uðust tvö böm,_ Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, og Þorvald Finnbogason, er lést ungur maður. Þeir sem þekktu hana náið segja mér að starfsorka hennar, dugnað- ur og áhugi hafi verið einstakur, hún stundaði félagsstörfin af eld- móði, las mikið um fagleg málefni og gaf sér tíma til þess að lesa almennan fróðleik, naut þess að sitja með fallega handavinnu. Heimilið einkenndist af hvom tveggja í senn, listastarfi húsmóð- urinnar og starfsemi formanns Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna. Hjúkmnarfélag íslands þakkar að leiðarlokum óeigingjöm braut- ryðjendastörf og vonar að hjúkr- unarstéttin beri gæfu til að halda því starfi áfram sem frú Sigríður Eiríksdóttir átti svo dijúgan þátt í að móta. Dóttur frú Sigríðar, dótturdóttur og fjölskyldu allri er vottuð dýpsta samúð. Ljúft er þar að ljúka lífsins sældogþraut við hið milda mjúka móðuijarðarskaut. (S.Th.) Blessuð sé minning frú Sigríðar Eiríksdóttur. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags Islands. Hártoppar — Hártoppar Keith Forshaw frá Trendman í Bretlandi kynnir hártoppa fyrir herra í Aristókratan- um dagana 5. og 6. apríl. Vinsamlegast pantiðtíma. ARRTOKH™ Síðumúla 23 Sími 687960 s Gódcin daginn! Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í _______Reykjavík_________ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að norfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 5. apríl verða til viðtals Hilmar Guðlaugs- son formaður byggingarnefndar Reykjavíkur og í stjórn Verkamannabústaða og Málfríður Angantýsdóttir full- ^ trúi í atvinnumálanefnd og félagsmálaráði. L............................. FLU GÁHU GAFÓLK Hópferð á flugsýninguna í París, Le Ferte Alais, 15.—20. maí nk. Verð kr. 23.170. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun gefa Ferðaskrifstof- an Terra, sími 91 -29740 og N.T.-umboðið Akureyri, simi 96-21844. r Flugmálafélag Islands AÐILI AÐ FÉDÉRATION AÉRONAUTIOUE INTERNATIONALE OG NORDISK FLYFORBUND lceland aero dub REYKJAVlK SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1986 Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd Kosningar 31. maí 14. júní 1. Kjörskrá skal lögð fram 1. apríl 14. apríl 2. Sveitarstjórnarmaður, sem ekki vill endurkjör, tilkynni það yfirkjörstjórn eigi síðar en 4. maí 18. maí 3. Kjörskrá liggur frammi til 28. apríl 11. maí 4. Framboðsfresturrennurút 7. maí 22. maí 5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merkir og auglýsir framboðslista 6. Yfirkjörstjórn lætur gera kjörseðla 17. maí 31. maí 7. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst eigi síðar en 16. maí 30. maí 8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út 19. maí 2. júní 9. Afrit af kæru sendist þeim, sem kærður er út af kjörskrá fyrir 20. maí 4. júní 10. Sveitarstjórn boðar kæruaðila á fund eigi síðar en 23. maí 7. júní 11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigi síðar en 23. maí 7. júní 12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi síðar en 23. maí 7. júní 13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúrskurð strax strax 14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárdóm 28. maí 11. júní 15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu fyrir 31. maí 14. júní 16. Kjördagur 17. Talning atkvæða hefst 18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu 19. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá því lýst er úrslitum Ikosninga Félagsmálaráðuneytið, 26. mars 1986 T.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.