Morgunblaðið - 03.04.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.04.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986 ------------------__-----—-------- 59 Minmng:---— * Hannes Olafsson frá Hvítárvöllum Fæddur 28. september 1903 Dáinn 15. desember 1985 Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns. (Kahlil Gibran.) Þessi orð koma mér í hug, þegar ég minnist^ nú fósturföður míns, Hannesar Ólafssonar. Hann hafði legið lamaður síðan í september 1981, vegna heilablæðingar. Seinna áfallið varð í nóvember sl. og komst hann lítið eða ekki til meðvitundar eftir það. Hannes fæddist á Hvítárvöilum, sonur Maríu Sæmundsdóttur og Ólafs Davíðssonar bónda þar, fjórði í röð níu systkina. Hann ólst upp og dvaldi á Hvítárvöllum til ársins 1949, er hann kvæntist móður minni, Ásu Bjömsson frá Svarfhóli, Borgamesi. Asa var áður gift Sig- urði Jóhannssyni, framkvæmda- stjóra, frá Sveinatungu, Norðurár- dal. Þau skildu. Þeirra böm: Ingi- björg bankastarfsmaður, gift Helga Björgvinssyni, bifreiðastjóra. Böm þeirra: Ása, Hannes Jón, Anna og Helga Björg. Jón, framkvæmda- stjóri kvæntur Ólöfur Jónu Sigur- geirsdóttur iðnrekanda. Böm þeirra: Ólafur Jón, Ásgeir og Elísa Guðlaug. Synir Ásu og Hannesar em: Gústaf, sölumaður, sambýlis- kona Svana Ingvaldsdóttir hár- greiðslumeistari. Böm Gústafs frá fyrri hjónaböndum: Anna Kristín og Egill Anton. Ingólfur íþrótta- fréttamaður, kvæntur Guðrúnu Bjamadóttur, fóstm. Þeirra dóttin Harpa María. Fyrstu hjúskaparár Ásu og Hannesar var dvalið í Borgamesi á vetuma, til ársins 1958, er þau flytja til Reykjavíkur. En öll vor og sumur dvöldu þau á Hvítárvöllum við laxveiðar. Hannes keypti hluta Hvítárvalla eftir að faðir hans lést árið 1928. Stundaði hann netaveiði fyrir móður sína, Maríu, jafnframt sína eigin. Alls urðu árin 57 sem hann var við netaveiði ásamt félög- um sínum, Þorsteini Jakobssyni frá Húsafelli og Kristjáni Guðjónssyni frá Ferjubakka. Hannes var upp- hafsmaður að ýmsum nýjungum, tengdum netaveiði. Hann smíðaði hlera í stað kláfs, sem áður var notaður. Það varð til þess að meiri straumur myndaðist við netin, og þar með meiri veiðilíkur. Hann varð með þeim fyrstu að nota nylon í netin. Ýmsu fleim átti hann hug- myndir að. Fyrstu fjögur árin bjó fjölskyldan á sumrin í vegavinnutjöldum, sem staðsett vom á bakkanum við ána. Hannes hafði smíðað gólf í tjöldin og rúm, en eldhúsið var loftskeyta- klefinn af togaranum Geir, sem enn stendur. Árið 1953 byggði Hannes íbúðarhús við gamla pakkhúsið, tvö herbergi og eldhús og kallaði það „Höll sumarlandsins". í þessu litla húsi bjuggu þau öll sumur til ársins 1981. Óll þessi ár átti fjöldi fólks leið um hlaðið hjá þeim, ýmist til að kaupa af þeim lax eða þiggja góðgerðir. Var oft glatt á hjalla, þótt oft væri þröng á þingi. Þar vora sagðar sögur og farið með vísur um ótal tilefni, en Hannes kunni ógiynni þeirra. Jafnvel eftir að hann veiktist, hélt hann áfram að segja okkur frá ýmsu spaugilegu og vísur tilheyrandi. Hann talaði gott mál, er hann hafði tileinkað sér. Ef til vill við lestur íslendinga- sagna hér áður fyrr. Hannes var í eðli sínu mikið náttúmbam. Hafði áður fyrr yndi af hestamennsku og átti úrvals hesta. Á sínum yngri ámm var hann góður íþróttamaður, sérstak- lega í glímu, en þar naut hann sín sökum léttleika og lipurðar. Fékk mörg verðlaun á íþróttamótum hér fyrr á ámm. Mesta yndi hafði hann þó af hverskyns veiðum og þá sér- staklega laxveiðum, þær vom hans líf. Vitneskja hans um laxinn var ótrúleg, enda mikil reynsla að baki öll þessi ár. Hann gat sagt til um hvort göngulaxinn væri Grímsárlax eða Norðurárlax, sá hann það á byggingu laxsins. Hann gat sagt fýrir um hvort sumarveiðin yrði aðallega smálax eða stórlax. Gekk það oftast eftir. Hannes var ákaf- lega músíkalskur, hafði fagra nátt- úmrödd. Minnist ég þess, að móðir mín settist oft við píanóið og spilaði og hann söng. „Hamraborgin" var þá stundum sungin og minnast margir þess enn, að hafa heyrt hann syngja hana. Hann átti gott safn hljómplatna með söng helstu söngvara heims, bæði eldri og yngri. Var það honum mikil gleði að sitja við hljómflutningstækin sín og taka kannski lagið með. Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (EinarBen.) Mér er ljúft að minnast fóstra míns, Hannesar, vegna þess hversu vel hann reyndist okkur fóstur- bömum sínum alla tíð. Kvatti okkur til að hafa samband við föður okkar og föðurfólk, sem hann bar mikla virðingu fyrir. Fylgdist alltaf vel með hvemig okkur og bömum okkar gekk í lífinu og hafði mikinn metnað fyrir okkar hönd. Nú að leiðarlokum vil ég þakka alla hugulsemi og góðvild í okkar garð og munu hlýjar hugsanir okkar fylgja honum í nýjum heimkynnum. Dauðinn því orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur lífið manns, holdið leggst í sinn hvíldarstað, hans makt nær ekki lengra en það. , Sálinaföllufárifrí, flutt verður himna sælu í. (Hallgr. Pétursson) Ingibjörg Sigurðardóttir t Útför mannsins míns, ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Kaplaskjólsvegi 51, veröur gerð frá Fossvogskirlcju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Þorbjörg Eiríksdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSU BJARNADÓTTUR. Guðrún Bjarnadóttir, Árni Bjarnason, Reynir Bjarnason, Skarphéðinn Kristjánsson, Áslaug Ólafsdóttir, Guðný Bernhard, og barnabörn. t Utför sonar okkar, bróður, mágs og frænda, HAFÞÓRS MÁS HAUKSSONAR, Fjarðarási 28, Reykjavík, sem lést af slysförum 20. janúar 1985 fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 16.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á björgunar- og hjálpar- sveitir. Sigrún Steinsdóttir, Haukur Harðarson, Dagrún Helga Hauksdóttir, Bergþór Bjarnason, Vignir Bragi Hauksson, Katrín Sif Ragnarsdóttir, Andri Már Bergþórsson. t Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR OLSEN, áður búsett í Bergholti, Vestmannaeyjum. Börn hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, SVÖVU ERLENDSDÓTTUR, Jöklaseli 3. Sérstakar þakkir til starfsliös og lækna Borgarspítalans, Lyflækn- ingadeildara 7. Hjalti G. Jónathansson. t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðirog amma FJÓLA JENSDÓTTIR Boðslóð 25 Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 5. apríl kl. 16.00. Sigurður Bogason, Jens Ó. Bogason, Valur Bogason, Bryndís Bogadóttir Bogi Sigurðsson, Halldóra E. Eggertsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR MAGNÚS BJÖRNSSON, Löngufit 16, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garöakirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Erla Ársælsdóttir, Dagmar Gunnarsdóttir, Örn Jóhannesson, Ársæll Gunnarsson, Erla Skarphéðinsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Lúðvik Þorvaldsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, MARTEINN LÚTHER EINARSSON, Hafnarbraut 47, Höfn, Hornafirðl, verður jarðsunginn frá Bjarnarneskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 14.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hins látna eru beönir að láta Bjarnarneskirkju njóta þess. Ástriður Oddbergsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SKÚLÍNU HLÍFAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Krossnesi, Eyrarsveit. Sérstakar þakkir til sjúkrahúss Keflavíkur fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju íveikindum hennar. Arnór Jóhannesson, Guðmundur Jóhannesson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir alla þá miklu samúð og vinsemd okkur auðsýnda við andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengda- föður og afa, JÓNS THORARENSEN, prests. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen Hildur Thorarensen, Elín K. Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Þóra Ölversdóttir, Ingibjörg Thorarensen. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför bróður míns og frænda okkar, ÞÓRHALLS GUÐJÓNSSONAR frá Þúfu. Alúðarþakkir færum við læknum og starfsfólki á deild 1A Landa- kotsspítala. Sólveig Guðjónsdóttir, systrabörn og fjölskyldur þeirra. Lokað vegna jarðarfarar. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 4. apríl vegna útfarar ÁSGRÍMS JÓNSSONAR tilraunastjóra. Vegna jarðarfarar FRÚ SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR fyrr- verandi formanns Hjúkrunarfélags íslands verður skrif- stofa félagsins lokuð frá hádegi í dag. Hjúkrunarfélag íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.